Monthly Archive: December 2004

Ársyfirlit

Árið 2004 reyndist mjög viðburðaríkt bæði í einkalífinu og heiminum. Ég ætla að renna lauslega yfir það, en sleppa neikvæðninni og minnist því ekki aukateknu orði meir á Íraksstríðið, fjölmiðlafrumvarpið og aðra skandala ríkisstjórnar,...

The Forever War

Las í dag The Forever War eftir Joe Haldeman. Nöturleg lýsing af hernaði og skriffinsku, stóri bróðir við völd og líf á jörðu frekar mér lítt að geði. Bókin var skrifuð með Víetnam-stríðið í...

Hóst!

Virðist sem flensukríli hafi krækt í mig. Smá hiti en ekki mikill.

Jólagjafir enn að berast

Sko til! Hvað hef ég ekki sagt um það þegar fólk fer lasið í vinnuna gegn mínum ráðleggingum! Læknirinn segir að fólk eigi að halda sig heima á meðan þeir eru veikir bæði til...

Goggi slær í gegn!

Aftur var Goggi settur í gang, að þessu sinni var það nauta-sirloin sem kom einnig afar vel út! Snilldargræja. Poppvélin hefur nú verið nefnd Poppi og er gangsett daglega.

Goggi formaður

Grillið sem við fengum (eftir pöntun) í jólagjöf kallast víst Goggi formaður (George Foreman) og var prufukeyrt í dag. Algjör snilld! Kjúklingabringurnar voru heilsteiktar og safaríkar! Við höfum aldrei náð því almennilega á pönnu.

Monstrous Regiment og Bikini Planet

Las til 5 í morgun í Monstrous Regiment og kláraði hana svo rétt upp úr hádegi. Sem endra nær fín bók frá Pratchett, að þessu sinni er það kvenfólkið sem er aðalfókusinn og barátta...

Til heimilisins

Sem endra nær, hinn fínasti aðfangadagur. Meðal gjafa sem bárust voru heimilistæki (sérpöntuð reyndar af okkur) sem verður spennandi að prufa. Að sjálfsögðu voru bækur meðal gjafa en reyndust þó eitthvað færri en til...

Humarsúpa

Eftir vinnu var stefnan sett á Árbæinn þar sem skipst var á jólagjafapokum. Því næst lá leiðin á Selfoss þar sem við dveljum yfir jólin. Sigurrós greip með sér humarinn sem hefur legið í...

Elmar atvinnumaður

Fyrir áratug og nokkrum árum betur kynntist maður dóttursonum Tedda. Í dag var einn þeirra að skrifa undir samning hjá Celtic, einu stærsta knattspyrnufélagi Bretlands. Brynjar litli bróðir hans er víst einnig að kíkja...