Monthly Archives: November 2004

Uncategorized

Spammarar teknir á krók?

Lycos hefur lagt til atlögu við ruslpóst með því að búa til skjáhvílu (screensaver) sem að veldur bandvíddarnotkun á vefjum þeirra sem auglýsa með ruslpósti. Ætlunin er að reyna að gera ásóknina það mikla að reikningar þeirra sem auglýstu verði himinháir þannig að þeir láti af þessu athæfi. Ekki alveg viss hversu vel mér líst á þessa aðferð en þessi ruslpóstur er auðvitað hrikalegur.

Smá pælingar um stafsetningu í ensku hjá The Scotsman.

Uncategorized

Afmælin

Mamma og pabbi bættu við sig sitthvoru árinu í dag líkt og fyrri ár. Það gerist víst á afmælisdögum.

Litum við í kaffi á báðum stöðum og hittum eitthvað af fólki sem maður sér yfirleitt bara við svona tilefni.

Uncategorized

Híróglífur

Af þessari síðu fann ég tengil á hvernig nafnið mitt (Johannes, ó-ið virkar ekki) væri á egypsku híróglífri.Uncategorized

Porn Prohibitionists Miss Point

Smá andsvar við ruglinu með klámnefndina.

Uncategorized

Against a Dark Background

Búinn að glugga í Against a Dark Background undanfarna daga og kláraði hana í kvöld. Iain M. Banks bók, þokkaleg lesning en ekki eins grípandi og flestar hinar eftir hann.

Annars ákváðum við vinnufélagarnir að skjótast og versla smá jóladót og komum til baka með eina seríu, eitt svona loðið gyllt dæmi og spilandi jólaslaufu! Vakti mikla lukku og væntanlega athygli að þrír karlmenn séu þeir fyrstu sem skreyttu fyrir jólin á þessum mikla kvennavinnustað!

Uncategorized

Fullkomin?

Eitt sem pirrar mig ósegjanlega er notkunin á orðinu fullkomin í auglýsingum.

Fullkomin tækni? Er þetta hátindur tækninnar? Víravirki í bíl? Ísskápur?

Samkvæmt auglýsingalögum má ekki segja að eitthvað sé “best” nema sé hægt að sanna það. Því er alltaf talað um “betri” og nú virðist tískan vera að segja fullkomið.

Fullkominn blandari! Við þurfum aldrei aftur að finna upp annan blandara!

Uncategorized

Dubya

Mér finnst þessi lög alveg frábær og hugsa til þess hve heimurinn væri betri ef það sem Bush er látinn segja í þeim væri satt.

Uncategorized

Símnetssían er rusl

Nýja póstsían hjá Símneti er argasta rusl!

500 póstar í dag á póstlista sökum þess að “móttakandi hafnaði skeytinu” þar sem ekki var búið að “hvítlista” viðkomandi netfang áður.

Ruslpóstur er mikill skelfir internetsins, en það er hins vegar dauðadómur yfir tölvupósti ef maður þarf fyrst að hringja á undan sér áður en maður sendir tölvupóst á einhvern, eins og þetta kerfi gerir ráð fyrir.

Uncategorized

Internet Porn: Worse Than Crack?

Hvað getur maður annað gert en andvarpað þegar maður les svona greinar.

Judith Reisman of the California Protective Parents Association suggested that more study of “erototoxins” could show how pornography is not speech-protected under the First Amendment.

The panelists all agreed that the government should fund health campaigns to educate the public about the dangers of pornography. The campaign should combat the messages of pornography by putting signs on buses saying sex with children is not OK, said Layden.

Þetta er sjúkt fólk sem tengir kynlíf við sifjaspell.

Uncategorized

Meiri sannleikur frá kennurum

Kennarar virðast ætla að kyngja enn einu sinni vondum samningum, þeir eru margir hræddir við gerðardóm sem er sorglegt merki um stöðu þeirra í dag.

Starfsgreinasambandið, ASÍ og hinir hafa unnið sér inn rassskellingu.

Mér finnst fréttaflutningur um kjarasamninginn undanfarið eins og hann sé meiriháttar kjarabót fyrir kennara. Ég sendi því eftirfarandi bréf á nokkrar fréttastofur í dag. Tek það fram að þetta er mín upplifun á stöðunni núna:

Ég vil koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum varðandi nýgerðan kjarasamning kennara.

Launahækkun á tímabilinu er 17.5 -18% að meðaltali fyrir hvern kennara. Miðað við 4% verðbólgu á ári þá hefur almennt verðlag hækkað um 17% sama tíma.
Kjarabætur fyrir kennara er því 0,5-1% á þessum fjórum árum.
Ef verðbólgan fer upp fyrir 4% á tímabilinu þá verða kennara fyrir kaupmáttarskerðingu því að það eru engin rauð strik í samningnum.

Eingreiðsla uppá 130 þús. er vegna þess að kennarar hafa verið samningslausir síðan 1.apríl 2004. Þetta eru ekki “stríðsskaðabætur”.

Eingreiðsla uppá 75 þús. 1. júlí 2005 er vegna skerðingu á sumarlaunum sem kennarar verða fyrir 1. júlí. Meðalkennarinn fær því óskert laun þá.

Kennslukyldulækkun á tímabilinu er kerfisbreyting en ekki launahækkun.
100% starf í dag: 28 kennslustundir og önnur störf.
100% starf 1.8.2007: 26 kennslustundir og önnur störf.
Tíminn sem “sparast” fer í aukinn undirbúning og úrvinnslu.
Ef kennari óskar þess að kenna meira en 100% þá flokkast sú vinna sem yfirvinna.
Yfirvinna er ekki kjarabót.

Ég er sannfærður að við kennarar hefðum ekki þurft að fara í verkfall til að fá launahækkanir til að halda óbreyttum kaupmætti. Launanefnd sveitarfélaga var líka búin að fallast á í vor að hækka laun yngstu kennarana.

Þessi samningur gefur kennurum 3% meiri launahækkun en miðlunartillaga sáttasemjara. Er það nóg til að 93% kennara skipti um skoðun?

Sigurður Haukur (tilvísun)

Í 47. tölublaði Víkurfrétta er svo að finna grein frá kennara til foreldranna sem vilja gera sig stikkfría og láta kennara ala börnin þeirra upp og eigna þeim óþekkt þeirra í verkfallinu.