Monthly Archives: September 2008

Samfélagsvirkni

Skipulagsmálin aftur

Fór í kvöld á fund Kópavogsbæjar þar sem kynning fór fram á fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Glaðheima (þar sem nú eru hesthús, skeiðvöllur og áhaldahús) þar sem pota á 158.000 m2 af verslun, þjónustu og íbúðum, sem og breytingum á Skógarlind 2 þar sem pota á allt að 6 auka hæðum ofan á fyrirhugaða 3-hæða skrifstofubyggingu.

Fundurinn var mun settlegri en þegar Nónborgardæmið var í gangi, embættismennirnir vel undirbúnir og gátu svarað meiru en þá. Fékk það svo staðfest eftir fundinn að síðan að tillögum að Arnarsmára 32 og Nónborgar var hafnað hefur ekki heyrst meira frá lóðareigendum þar.

Ég er búinn að pota mér inn í stjórn Nónhæðarsamtakanna og ætla að reyna að kemba hverfið á næstu vikum og finna þar það sem athugavert er og skila vandlegri greinargerð inn.