Monthly Archives: June 2003

Uncategorized

Smáir, örsmáir og stórir

Las um lífið í Hong Kong í dag en þar eru menn farnir að sótthreinsa allt og vona að þannig losni þeir við að fá HABL (SARS) aftur. Óhófleg sótthreinsun og notkun sýklalyfja er víst einmitt að veikja ónæmiskerfin okkar sem og að gera bakteríurnar harðgerari.

Frá Austur-Evrópu berst hins vegar vonarglæta í baráttunni en þar hafa menn lengi notað vírusa sem drepa bakteríur, reyndar drepur hver vírus akkúrat bara eina týpu af bakteríu.

Frá Bandaríkjunum er það svo æsispennandi rimma milli náttúruverndarsamtaka og hersins. Herinn er að þróa sónartæki sem gefa frá sér ógnarlegan hávaða og drápu óvart 8 hvali í tilraun árið 2000.

Uncategorized

Strom aftur

Fátt markvert gerðist í dag.

Doug Marlette með góðan punkt… tekur orð Strom Thurmonds sjálfs upp og setur hann í þessa aðstöðu.

Uncategorized

Fyrsti hjólatúrinn

Undanfarinn mánuð hef ég nú hjólað í og úr vinnu en í dag var það alvöru hjólatúr sem var farið í.

Frá Betrabóli var haldið niður Skipholtið og því næst Hverfisgötuna. Smá túr í gegnum miðbæinn og svo var farið meðfram Hringbraut lengst upp í Seilugranda. Þaðan var svo farið inn í hverfið og hjólastígar teknir í von um að þeir lægju nokkurn veginn í rétta átt. Dúkkuðum svo upp við Hótel Sögu og þaðan var tekinn smá krókur áður en Miklubrautin var tekin heim og svo í gegnum Miklatúnið áður en Flókagatan var kláruð.

Erfiðasti hjallinn voru stigarnir úr kjallaranum upp í risið.

Uncategorized

Stórviðskipti, bíó og Strommi

Í gær var pabbi stórtækur og seldi íbúðina sína og keypti aðra. Svo er það flutningar í júlí, hlutirnir gerast hratt hjá föður mínum.

Nýja Charlie’s Angels myndin fær, umm…, áhugaverða dóma.

Mig fýsir sífellt minna og minna að ferðast til Bandaríkjanna. Ekki endilega vegna hryðjuverkaógna heldur sökum alls eftirlitsins sem er í gangi. Núna eru þeir meira segja farnir að spá í að nota tæki sem taka í raun nektarmyndir af manni.

Strom Thurmond lést, karlinn nýhættur á þingi og orðinn 100 ára. Hann kvæntist tvisvar tvítugum stúlkum, í fyrra skiptið bað hann einkaritarans þegar hún tók niður minnispunkta hjá honum með því að lesa fyrir bónorðið. Hún svaraði því með minnisblaði. Hann var rúmlega fertugur þá. Hún lést mörgum árum seinna og eftir átta ára piparsveinslíf bað hann annarar tvítugrar konu, nú orðinn 66 ára. Þau skildu að ég held 20 árum síðar.

Karlinn var þekktur fyrir það að káfa á kvenfólki í lyftum þinghússins, mest hissa varð hann þó þegar hann komst að því að konan sem hann var að þukla var þingmaður! Hann var ötull andstæðingur laga fyrir jafnrétti kynþátta, sagðist þó ekki vera rasisti og barðist gegn Klu Klux Klan. Skrautlegur karl, vart þó til fyrirmyndar.

Uncategorized

Pýramídatölva og fótbolti

“Modding” er það kallað þegar menn eru að breyta tölvukössum sínum. Nú til dags er hægt að kaupa tölvukassa af ýmsum stærðum, gerðum og litum. Kári fékk sér tölvu í bláum kassa með glærri hlið og flúrljósi að innan, ég fékk mér svartan kassa en Kent Salas toppar allt með því að búa til pýramída úr Apple-tölvu.

Í dag lauk að mestu flutningum á stærsta gagnabanka um knattspyrnulið í heiminum, World Football Database. Kominn á flottan vefþjón í Ameríkunni.

Ömurleg tíðindi annars úr fótboltaheiminum. Marc-Vivien Foé féll örendur niður í undanúrslitaleik. 28 ára gamall drengurinn.

Uncategorized

Fótboltaheimar mætast

David James, hinn mistæki markmaður West Ham og Englands skrapp til Bandaríkjanna og fékk að kíkja á æfingu hjá NFL-liði, myndir og grein um þetta í Miami Herald.

Fátt að frétta af mér, missti reyndar stórt og gott skip í EVE en það er annar heimur.

Uncategorized

Sýning í gær

Íbúar Arizona hafa líklega flykkst á þessa sýningu í gær, ég lái þeim þess ekki.

Uncategorized

Allra handa færsla

Dússý dó í nótt, sjá meira hjá Sigurrós og Rögnu (margumrædd tengdó).

Kláraði í dag að lesa fimmtu Harry Potter bókina. Næsti maður í röðinni getur því fengið bókina lánaða.

Hrokagikkurinn, ofsatrúarmaðurinn og yfirleitt bara hundleiðinlegur Vox Day skrifar í dag pistil þar sem hann, mér til nokkurar furðu, segir að bækurnar um Harry Potter séu ekki verstu áhrifin sem börn geta orðið fyrir. Hann gerir auðvitað sitt besta til að lítillækka og sýna hvað hann er duglegur að lesa “alvöru” höfunda en tekur samt nokkurs konar afstöðu gegn þeim sem fárast hvað mest yfir bókunum.

Þarna er hann að svara að hluta til grein eftir annan dálkahöfund hjá WND sem skrifar hversu hræðilegar bækurnar eru fyrir æsku heimsins. Þessi sami dálkahöfundur er með til sölu myndband sem útskýrir fyrir áhorfendum hversu illar bækurnar eru og hvernig eigi að útskýra efni bókanna fyrir börnum, barnabörnum og öðrum.

Enn annar dálkahöfundur ver líka Harry Potter bækurnar og fær lesendabréf sem innihalda bæði stuðning við Harry Potter og svo ótrúlegar athugasemdir eins og

Fiction or not. Movies have inspired murders. Role-playing games have opened people to demonic oppression. These are facts about which books have been written. Stories about “good” witchcraft are inspirations to witchcraft. And it does work.

Why is it not good Christian reading? The answer is that it has no Jesus in it and makes no reference to Jesus. Jesus is what makes things Christian, not morality. Morality makes Mormons, masons, Muslims. Jesus is what makes a Christian. Jesus is the one who truly was risen from the dead – not Hiram Abiff, Harry Potter or Joe Smith. Let’s not confuse things.

WND sem að allt þetta kemur frá er annars harðlínu blað sem sér djöfulinn í líki Hillary Clinton, Harry Potter og allra sem ekki aðhyllast það að kristni sé hin eina sanna trú, fóstureyðingar séu af hinu illa og svo framvegis og framvegis. Pat Buchanan er meðal pistlahöfunda þarna sem að ætti að segja meira en mörg orð.

Af Jesú er það hins vegar að frétta að mögulega var bróðir hans krossfestur í stað hans en Jesú flúði (aftur) til Japan og varð 106 ára, faðir þriggja dætra. Meira má lesa hér.

Áfram á léttari nótunum, þrítugur listamaður er að breyta Trabant í umbreyti (transformer, sjá vinsæla seríu og leikföng fyrir 20 árum eða svo). Trabantinn skiptir þá yfir í Chevy El Camino þegar ýtt er á takka. Svona til að toppa þetta ætlar listamaðurinn að koma sér í hörkuform svo hún geti setið fyrir í bíkiníi með bílnum fyrir bílablað.

Áhugamenn um vélbúnað geta glaðst yfir því að Kári er aftur kominn með vélina sína í hendurnar. Greyið er algjör óheillakráka í vélbúnaðarmálum, hver einasta talva sem hann hefur átt hefur átt í vélbúnaðarvandræðum. Þessi kom fyrst með biluðu media-bay sem var snögglega skipt um. Svo dó skjákortið og það var skipt um það yfir helgina. Þjónustan hjá Tölvulistanum er fín samt, ég held að þeir ráði lítið við óheppnina sem fylgir Kára.

Real Madrid urðu meistarar í gær og í dag tilkynntu þeir að þeir ætluðu ekki að endurnýja samning mannsins sem er búinn að færa þeim gommu af titlum undanfarin ár. Þeir vilja eitthvað meira?

Uncategorized

Harry Potter

Hóf í dag lestur á fimmtu bókinni um Harry Potter, Sigurrós kláraði hana í nótt og á eftir mér er biðlisti eftir bókinni.

Dapurleg tíðindi af Dússí sem ég hef hitt nokkrum sinnum. Hún og maðurinn hennar heitin sigldu um höfin í skútu fyrir þó nokkru, ekki allir sem láta svona drauma rætast. Reyndar þurftu þau að grípa til eigin skurðaðgerða úti á rúmsjó en svona hörkufólk lét sig hafa það. Kjarnakona.

Ég get þó verið ánægður með gjöfina sem konan mín fékk, hún er að gera góða hluti (konan sem og bókin).

Uncategorized

Jurtaslátrun og barnsfæðing

Hmmm.. ekki voðalega lekkert svona saman sem fyrirsögn.

Í dag gaf ég mér loksins tíma til að stökkva á garðinn með sláttuvél og tæta niður frumskóginn sem er búinn að safnast saman á um 15 dögum, sprettur eins og illgresi blessað grasið.

Fékk jafnframt að frétta það að í kjallaranum hefur bæst við strákur, þegar nefndur og heitir Ingvar Atli og fengu nágrannarnir heillaóskir í tilefni þess. Nú þarf greyið að fá passa til Bandaríkjanna fyrir veturinn.