Monthly Archives: January 2006

Uncategorized

Betraból fjölgar… í vefheimum

Ábúendum Betrabóls á vefnum fjölgar hægt og rólega. Ég kynni til sögunnar vin minn frá Bandaríkjunum, Mike, sem var að hefja störf í sendiráði Bandaríkjanna í Búrúndí! Áhugavert að sjá hvernig hlutirnir ganga þar, óöld ríkir í landinu.

Langt er síðan ég lét síðast heyra frá mér, það er alltaf vísbending um að nóg sé að stússast í. Smelli því tenglasúpu inn sem ég hef safnað að mér síðustu vikur.

Tenglasúpan

Uncategorized

Trúfast kynlíf og hamstur í pósti

Á meðan að kaþólska kirkjan heldur fyrir augun og eyrun og segist ekki vilja vita neitt um kynlíf,en viti þó að sjálfsfróun, samkynhneigð og getnaðarvarnir séu af hinu illa, þá ræða íslamskir fræðimenn kynlíf af miklum móð (og stundum fáfræði) og deila um hvað má og hvað má ekki.

Það var verið að stofna Hollvinasamtök Oxford- og Cambridge háskóla. Ekki veit ég hvort að þeir sem í þeim samtökum eru gerðust sekir um viðlíka kjánalæti og að senda hamstur í pósti eins og tveir nemar við Cambridge urðu uppvísir að.

Uncategorized

Hugsjónastarf hjá ríkinu

Eins og könnun í Bretlandi benti til, þá er það oft hugsjónafólk sem vinnur við opinber störf, hvort sem það er á lægstu þrepum launaskalans (sem merkilegt nokk eru fóstrur og leikskólakennarar, þau gæta víst lítt merkilegra verðmæta?) eða ofar.

Könnun, sem Guardian fjallar um í dag, sýnir að það að störfin hafa jákvæð áhrif á aðra í samfélaginu er veigamikill þáttur starfsánægjunnar. Líkt og þeir sem starfa í einkageiranum komast oft að (sem og ég gerði), þá er það oft peningaveskið þitt og viðskiptavinarins sem tekur eftir starfi þínu, áhrif þín á samfélagið eru oft varla sjáanleg.

Kannski er "ég"-menningin á undanhaldi og "við"-menningin að koma aftur? Það er að minnsta kosti óskandi.

Í Blaðinu í dag fáum við að lesa um hetjulega eldflauga/sprengjuárás Bandaríkjamanna, sem sprengdu upp þrjú hús í Pakistan vegna gruns um að þar leyndist aðstoðarmaður Osama bin Laden. Þessum kaldrifjuðu morðum er lýst sem sigri fyrir Bandaríkjamenn ef þeir hefðu náð þessum al Zawahiri, sem þeir virðast ekki hafa gert… fjölskyldurnar sem þarna voru drepnar eru þá bara fórnarkostnaður? Alþjóðasamfélagið tekur þessu með kæfandi þögn. Íslendingar og aðrir eiga að skammast sín fyrir að horfa framhjá svona glæpum sem hafa endurtekið sig sí og æ.

Þeir óttast kannski að verða fangelsaðir án útskýringa eins og gerist víst meðal fréttamanna… sjá frétt Guardian um fréttamenn sem voru loks látnir lausir án þess að vera ákærðir eftir margra mánuða fangelsisvist vegna gruns um að… þeir væru ekki blaðamenn? Ekki fyrsta svona fréttin sem ég hef tengt í og ekki sú síðasta því miður.

Uncategorized

Þögn er sama og frétt

Það er víst svo að eftir því sem það er meira í gangi hjá manni, þá fréttir fólk minna af manni. Nýja árið byrjar með breytingum á lífsháttum, mataræðið tekið rækilega í gegn og grænmetisóætan ég þarf nú að finna leiðir til þess að neyta meir en 600g af grænmeti á dag án þess að verða appelsínugulur af gulrótaáti og fá tómataeitrun af ofáti.

Að auki er verið að skoða skólamál og kannski eitthvað gerist í því. Fyrirliggjandi verkefni ársins eru mörg, misjöfn og flest óskyld. Fréttir af þeim þegar þeim er lokið eða vel á veg komin…

Tenglasúpan er mjög fjölbreytt…

Það vantar annars svona hugstormshópa (think tank) hér heima eins og eru úti, til dæmis Demos sem leitar leiða til að auka réttindi borgaranna.

Orð dagsins: sagnorðið fokka, gaufa, dunda, þekkt frá amk. 18. öld.