OpenStreetMap

Að sýna lífsmark kortagerðar

Það er lítið mál að sjá kort fyrir sér sem eitthvað sem breytist lítið, flest okkar áttum við kortabækur sem voru oft orðnar ansi rosknar og líklega má finna Austur-Þýskaland í mörgum bókahillum landsmanna.

Reyndin er allt önnur, byggingar og hverfi spretta upp eins og við þekkjum, nýjir stígar, brýr og auðvitað fyrirtæki sem birtast og hverfa. OpenStreetMap reynir að gera öllu þessu og fleiru skil. Ég ætla að reyna að taka saman mánaðarlega lífsmarkið sem er á Íslandskortinu.

Hérna má sjá þau svæði þar sem breytingar voru gerðar á Íslandskortinu í OpenStreetMap í september 2014.

Uppfærð svæði september 2014

Ekki tæmandi listi:

 • Akranes
 • Álfaborg
 • Ásbyrgi
 • Bakki
 • Blönduós
 • Bolungarvík
 • Borg í Grímsnesi
 • Borgarfjörður eystri
 • Borgarnes
 • Brynjudalur
 • Brúnavík
 • Dalabyggð
 • Dalvík
 • Djúpivogur
 • Dyrhólafjara
 • Eskifjörður
 • Eyjafjarðarsveit
 • Eyrarhús
 • Fimmvörðuháls
 • Fjarðabyggð
 • Fálki
 • Garðabær
 • Gufuskálar
 • Gæsavötn
 • Hafnarfjörður
 • Hafragil
 • Hnjótur
 • Holuhraun
 • Hvalvík
 • Hvítárvatn
 • Hólar
 • Höfði
 • Húsafell
 • Húsavík
 • Ísafjörður
 • Knarrarnes
 • Kópasker
 • Kópavogur
 • Langholt
 • Laugar
 • Laxamýri
 • Lárós
 • Mosfellsbær
 • Neskaupstaður
 • Norðausturvegur
 • Núpur
 • Ólafsfjörður
 • Reykjanesbær
 • Reykjavík
 • Sauðárkrókur
 • Selfoss
 • Siglufjörður
 • Skaftafell
 • Skagafjörður
 • Skógaeyrar
 • Skógar
 • Skútustaðir
 • Svarfaðardalur
 • Tjörnes
 • Upphérað
 • Valdasteinastaðir
 • Vatnsdalsvatn
 • Vesturbyggð
 • Vopnafjörður
 • Vík
 • Þingvellir
 • Þjófadalur
Samfélagsvirkni Stjórnmál

Litaveislan mikla í Kórnum

Þetta hljómaði eins og firrt framtíðarsýn (dystópía). Einkafyrirtæki lokaði af 2 af 5 hverfum Kópavogs og skipti í litasvæði. Aðeins þeir sem höfðu þessa liti máttu yfirhöfuð aka inn á svæðið og enginn akstur leyfður á milli litasvæða. Hugurinn reikaði til bókaflokksins The Hunger Games með svæðin þrettán og bókarinnar Shades of Grey eftir Jasper Fforde þar sem litnæmni augans flokkaði þig í þjóðfélagsstöðu.

Reyndin varð nú ekki eins firrt og þetta var auglýst. Í framkvæmd voru lokanir ekki eins grimmar og auglýst hafði verið, atvinnuhverfinu við Urðarhvarf var ekki lokað eins og auglýst hafði verið og íbúar Linda komust að mestu leiðar sinnar. Einstaka aðilar sem ekki höfðu bílapassa en gáfu gildar ástæður virtust fá að komast leiðar sinnar.

Sagan

Sagan hefst opinberlega hjá Kópavogsbæ 20. febrúar 2014 þegar frétt birtist á vef bæjarins um tónleikana og greint frá mikilli undirbúningsvinnu. Það er þó ekki fyrr en 16. apríl að bærinn veitir formlega leyfið á fundi bæjarráðs. Bæjarráð á eina viðkomu enn í málinu 15. maí þegar það samþykkir tímabundið áfengisleyfi.

Lögreglan vann skýrslu varðandi umferðina sem bar titilinn Tónleikar í Kórnum 2014, Umferðargreining þar sem lokanir voru engar í Linda- né Salahverfi heldur ekki fyrr en í Kórahverfi. Endanlegar lokanir sem urðu umfangsmeiri voru ákveðnar af Senu í samráði við verkfræðistofu. Sena hafði vald til þess að ákveða lokanir því að sveitarfélagið framselur rétt til umferðarstjórnunar til viðburðarhaldara. Almenningur verður var við það í kringum stærri atburði, til dæmis Menningarnótt í Reykjavík þar sem 4 þúsund íbúar lúta umferðartakmörkunum en þetta hefur aldrei verið svona stórt í sniðum áður, 10 þúsund íbúar voru settir undir umferðarstjórnun Senu.

Umferðarlíkan Senu voru líklega forsendurnar að því að íbúar sem bjuggu austanmegin við Kórinn fengu afslátt á tónleikana en þeir íbúar sem bjuggu næst Kórnum og voru þá vestanmegin fengu ekki afslátt.

Tónleikarnir voru auglýstir sem þeir stærstu innandyra á landinu með 16 þúsund miða selda, eldra fólk man þó eftir tónleikum Metallicu í Egilshöll 4. júlí 2004 þar sem 18 þúsund miðar voru seldir.

 

Framkvæmdin

Bílapassarnir sem gáfu íbúum réttindi til að keyra inn á sitt litasvæði komu í hús á föstudegi fyrir íbúa til að nota á sunnudegi.

Bílapassi – litasvæðin sýnd
Bréf til íbúa á bílapassa
Bréf til íbúa á bílapassa

 

Frumtilgangurinn að koma tónleikagestum fljótt og örugglega til og frá svæðinu virðist hafa gengið vel. Bílastæði við Smáralind voru þéttsetin og raðir í strætisvagna sem komu mjög ört að tímabundnu stoppistöðinni sem var komið upp þar. Strætisvagnasamgöngurnar virkuðu mjög vel og ferðatíðnin var mjög ör.

 

2014-08-24 19.14.20
Röðin í strætisvagna við Smáralind klukkan 19:15
2014-08-24 19.13.11
Varðstjóri Strætó og viðburðarvörður Senu stjórnuðu í röðinni

 

Litakortagæslan við Lindahverfið hófst við stóra hringtorgið þar sem þeir sem voru að fara upp Fífuhvammsveg voru beðnir um að sýna bílapassa sín eða snúa við ella. Þá gæslu sáu starfsmenn Senu um, þeir voru úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi þegar ég átti leið sjálfur þar um á hjóli. Lögreglan var viðstödd en horfði eingöngu á.

 

Starfsmenn Senu skoðuðu bílapassa
Starfsmenn Senu skoðuðu bílapassa
Lögreglan fylgdist með
Lögreglan fylgdist með

 

Engin gæsla var við hringtorgið við Salaveg en tímabundin umferðarmerki voru til staðar. Næsti gæslustaður var hringtorgið á móti Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Enn voru merkingar við Sólarsali og Salaveg en næsti gæslustaður var svo sá sem lögreglan hafði séð fyrir sér, við hringtorgið Rjúpnavegi.

Hinum megin frá var fyrsti gæslustaður hringtorgið við Vatnsendahvarf og Vatnsendaveg. Þar var líka tímabundin stoppistöð og bílastæði sem voru notuð en þó nokkuð minna en í Smáralind. Göngustígur þar við var merktur tónleikunum fyrir þá sem ekki vildu taka strætisvagnana.

Talsverð umferð var á göngustígum, einkum Landamærastígnum svonefnda sem liggur milli Linda- og Salahverfa Kópavogs annars vegar og Seljahverfis Reykjavíkur hins vegar. Við Kórinn var búið að útbúa sérstakt hjólastæði úr lausu grindverki austanmegin en mun fleiri lögðu þó hjólum sínum vestanmegin þar sem þeir læstu við grindverk.

 

Röðin rétt fyrir klukkan 20 í salinn
Röðin rétt fyrir klukkan 20 í salinn

 

Umferð úr hverfinu að tónleikum loknum gekk greiðlega með aðstoð lögreglunnar sem stjórnaði umferð fyrir neðan Ögurhvarf þar sem umferðarljósin voru ekki nógu greiðvikin.

 

Eftirmálar

Tónleikahaldarar voru afar ánægðir og voru æstir í að endurtaka leikinn með aðra stórtónleika í Kórnum.

Gestir voru misánægðir, sviðið var ekki mjög hátt uppi og þeir sem voru á gólfinu sáu margir hverjir ekkert af tónleikunum sjálfum á sviðinu nema þeir kveiktu á símum sínum og horfðu á útsendinguna þar. Upplifunin þótti þó frábær og listamaðurinn stóð við sitt og rúmlega það.

Íbúar voru margir hverjir ánægðir með hversu greiðlega gekk að komast heim með bílapössum en eitthvað var um að íbúar kvörtuðu undan því á sunnudeginum að hafa ekki fengið bílapassa. Sumir urðu varir við það að bílum fjölgaði allhratt á bílastæðum fjölbýlishúsa rétt fyrir klukkan 16, tónleikagestir sem ekki tímdu að taka ókeypis strætisvagna þar á ferð.

Það er spurning hversu réttlætanlegt það er þó að setja ferðahömlur á 10.000 íbúa vegna tónleikaviðburðar. Eitt skipti er áhugavert en hversu oft getur þetta orðið. Eru tónleikar einu sinni á ári ásættanlegir? En tvisvar? En sex sinnum? Ef bara póstnúmer 203 lýtur lokunum þá fækkar íbúum með ferðahömlur í  7.000. Er það betri tala? Hversu oft?

Er Íslendingum treystandi til að nota almenningssamgöngur af bílastæðum án þess að grípa þurfi til svona lokana? Myndu stóratburðir í Kórnum virka ef sú aðferð væri reynd? Það væri óskandi og mætti hugsanlega þjálfa Íslendinga upp í því.

Fyrirspurnir varabæjarfulltrúans Sigurjóns Jónssonar komu skriðu á önnur mál. Svo virðist sem að ósk bæjarstjórans um boðsmiða fyrir aðalbæjarfulltrúa og maka þeirra sem og þeir sem þáðu þessa boðsmiða hafi gerst sekir um brot á siðareglum Kópavogsbæjar. Bæjarstjóri vildi ekki upplýsa leiguverðið sem bærinn fékk fyrir Kórinn þó að nýr meirihluti hafi samþykkt að opna bókhaldið í málefnasamningi.

Karen Halldórsdóttir bæjarfulltrúi birti ágætis pistil þar sem hún einblíndi meira á þau atriði sem hefur verið tæpt á hérna varðandi umferð og utanumhald en minntist ekki á opna bókhaldið.

Svarið fékkst þó að lokum og var áætlaður gróði af atburðinum 5,5 milljónir. Þetta er gróði upp á 550 krónur per íbúa sem voru litamerktir.

Þetta mál þarf að skoða aftur frá öllum hliðum. Kórinn er frábært mannvirki og það stórt að hann er enn ekki kominn í fulla notkun. En þetta er stórt mannvirki með sárafá bílastæði á vondum stað, umkringdur þéttri íbúabyggð fleiri kílómetra í hvora átt. Hvenær er réttlætanlegt að atburður einkafyrirtækis loki hverfum þar sem 10.000 íbúar búa? Hversu oft er hægt að réttlæta það? Er það sjálfsagt að það sé árlegur atburður? En fjórum sinnum á ári? Hvert er langlundargeð íbúa og annara sem ætla að nota þessar samgönguæðar?

 

Stytt útgáfa af þessari færslu birtist í Kópavogsblaðinu 7. september 2014

Fótbolti Samfélagsvirkni

Kvótadúkka

Í dag birtist grein á knuz.is þar sem er talað um þau viðbrögð sem Margrét Erla Maack fékk fyrir að mæta í HM-stofuna til að tala þar um áhugaleysi sitt á fótbolta. Það er auðvitað stór skandall hvaða fúkyrðaflaum hún mætti fyrir að mæta þar sem kona og engum til sóma. Það er hins vegar ekki eini skandallinn.

Sjálfur hef ég ekki séð þáttinn né fúkyrðaflauminn nema það sem talað er um í greininni en ástæðan sem hún gefur upp fyrir að mæta, með semingi, er vond.

Tilvitnun er þarna úr Nýju lífi og þar segir

Ég hef margoft lent í þessu en nýlegasta dæmið var þegar ég var beðin um að vera gestur í HM-stofunni hjá Birni Braga en hann vildi taka viðtal við mig þar sem ég skil ekki fótbolta. Ég afþakkaði boðið því mér fannst þetta álíka asnalegt og að tala við fólk á kosninganótt sem hefur ekki áhuga á pólitík. Þegar hann hringdi aftur og sagði að ég yrði að koma því að þeir væru ekki að standa sig nógu vel í kynjakvótanum þá náði hann mér

[…]

Eins og ég hefði grátbeðið um að koma í þáttinn!

Þarna er ég fyllilega sammála fyrstu viðbrögðum Margrétar, að afþakka boðið enda ljóst að hún myndi litlu bæta við þátt um knattspyrnu – enda ekki hennar sérsvið. Hún er án efa frábær viðtals um margt annað en vissi takmörk sín og tók góða ákvörðun.

Það að þáttastjórnandinn sé svona ægilega illa að starfi sínu vaxinn að hann hringi aftur og þrábiðji og vísi í kynjakvótann er eitt. En að Margrét falli fyrir því og samþykki að mæta, í nafni kynjakvótans, er hinn skandallinn í þessu máli.

Ef hún hefði afþakkað aftur hefði Björn Bragi kannski þurft að vinna vinnuna sína og náð í annan kvenmann, nú einhvern sem hefur þekkingu á fótbolta. Sjálfboðaliðar spruttu strax upp á Twitter við lestur þessarar greinar á knuz.is og hefðu án efa boðið sig fram hefði Björn Bragi bara spurt eftir kvenfólki sem gæti mætt og orðið sér sjálfu til sóma í umræðum um knattspyrnu.

Með því að samþykkja boðið var því Margrét að gera kynsystrum sínum grikk. Það réttlætir ekki verstu viðbrögðin en það er óverjandi fyrir hana og þáttastjórnanda að hafa svona “kjósandi sem veit ekkert” stund, hvort sem umræðuefnið var fótbolti, tryggingakerfið, gjaldeyrishöft eða annað.

Konur, eða karlar ef þannig hallar á, sem samþykkja að mæta sem kvótadúkkan gera meira ógagn en gagn í jafnréttisbaráttunni.

Stjórnmál

Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi 2014

Uppfært 23. maí – kynjaskiptingu bætt við

Nú er rétt rúm vika í bæjarstjórnarkosningar 2014 í Kópavogi. Það er hægt að lesa yfir eldri kosningaúrslit á Wikipedia-síðunum sem ég setti saman fyrir hreppsnefndarkosningar og bæjarstjórnarkosningar. Nokkrir sögupunktar þar sem ekki allir þekkja.

Hverfi KópavogsÉg náði í framboðslistana á vef innanríkisráðuneytisins og smellti þeim saman í eina gagnagrunnstöflu (hér sem .xls skrá) og reiknaði þar út aldur frambjóðenda á kjördag og merkti inn kyn þeirra. Einn frambjóðandinn á einmitt afmæli á kjördag, hann Kristinn Sverrisson fótboltaþjálfari og kennaranemi sem verður 35 ára þann daginn. Ég notaði svo nýja hverfaskiptingu Kópavogsbæjar til að flokka frambjóðendur eftir hverfum.

Tölfræðin var tekin saman bæði fyrir listana í heild sem og fyrir 5 efstu frambjóðendur hvers lista, af könnunum er ljóst að Sjálfstæðisflokkur á einn von um 5, gæti reyndar náð 6 ef fylgi dreifist mikið á minnstu flokkana.

 

Aldur frambjóðenda

Meðalaldur allra frambjóðenda listanna er frekar svipaður í kringum fertugt, undantekningarnar eru Vinstri grænir og félagshyggjufólk sem eru eldri að meðaltali, yfir fimmtugt,  og svo Píratar sem eru mun yngri að meðaltali, tæplega þrítugir.

Meðalaldur allra frambjóðenda

 

Þegar við kíkjum á fimm efstu sjáum við áfram meðaltal um fertugt nema að Dögun er eilítið yngri, nær 35. Píratar skera sig svo gjörsamlega úr með meðalaldurinn tvítugt hjá efstu 5 á lista.

Meðalaldur 5 efstu frambjóðenda

 

 

Hverfaskipting frambjóðenda

Ný hverfaskipting Kópavogs hefur tekið gildi og þar sjáum við Kársnesið (Vesturbærinn), Digranes, Smárann (Smárar og Dalvegur), Fífuhvamm (Lindir og Salir) og Vatnsenda (Kórar, Hvörf og Þing).

Elstu hverfin hafa nokkra yfirburði, Digranesið eitt og sér með um 40% íbúa, enda þéttbýlt. Kársnes fylgir í humátt á eftir. Smárinn er fámennastur eins og má telja eðlilegt miðað við að vera það hverfi sem hefur fæsta íbúa.

Fjöldi allra frambjóðenda eftir hverfum

Ef við skoðum bara 5 efstu á lista sjáum við enn betur yfirburði Digraness. Gamli Austurbærinn ber þarna ægishjálm yfir öll hin hverfin á meðan að Vatnsendi rétt svo nær á blað.

hverfi-5efstu

 

Þá er næst að skoða hverfaskiptingu eftir flokkum. Gömlu hverfin eru greinilega mikið vígi Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar á meðan að Vatnsendi kemur sterkur inn hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Dögun er svo nær eingöngu á Digranesi, aðeins tveir aðilar á 11 manna lista þeirra eru í öðru hverfi, Næst besti flokkurinn er einnig með þungamiðju sína á Digranesi.

Fjöldi frambjóðenda eftir hverfum og flokkum

 

Að lokum er það svo hverfaskipting efstu 5 á lista hvers framboðs. Þá hverfur Vatnsendi nærri því af kortinu og yfirburðir Digraness sjást enn betur, Næst besti flokkurinn er þarna eingöngu í Digranesi og Dögun næstum því.

Hverfaskipting 5 efstu hvers flokks

 

Kynjaskipting frambjóðenda

Flestir listanna hafa 22 frambjóðendur (hámarkið þegar 11 bæjarfulltrúasæti eru í boði) en Dögun er með 11 (lágmarkið) og Píratar og Næst besti með 14 frambjóðendur. Nokkuð fleiri karlar eru í heildina í framboði en konur. Það er einn listi sem skekkir þessa mynd talsvert, Píratar sem eru næstum allir karlmenn.

kynjaskipting-allir

 

Ef við skoðum bara efstu sætin sést að oddvitastaðan er í höndum karlmanna hjá öllum nema Bjartri framtíð. Theodóra er eini kvenmaðurinn sem er í efsta sæti.

Kynjaskipting 5 efstu eftir sæti á lista

 

Alls eru þetta 40 manns sem eru í efstu 5 sætunum, fjöldi kvenna í öðru og þriðja sæti dekkar skekkjuna sem er í oddvitasætinu, alls eru 20 karlar og 20 konur í 5 efstu sætunum. Ef við kíkjum á flokkana skera tveir sig út úr. Næst besti er með karlmann sem oddvita en næstu sæti eru skipuð kvenmönnum, hjá Pírötum eru 4 efstu karlmenn en í fimmta sæti er eini kvenmaðurinn á lista þeirra.

Kynsjaskipting 5 efstu eftir flokkum

Ef við skoðum alla frambjóðendur þá sést að Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa jafnt hlutfall kynja á sínum lista. Vinstri grænir eru eini listinn þar sem kvenmenn eru í meirihluta og Píratar eru sá listi þar sem kynjaskiptingin er ójöfnust, 13 karlmenn og 1 kvenmaður.

kynjaskipting-flokkar-allir

 

Samantekt

Fjölmennasta hverfið, gamli Austurbærinn Digranes verður með nóg af fulltrúum í næstu bæjarstjórn á meðan að önnur hverfi eru ekki öll örugg með að fá einu sinni inn fulltrúa. Hærri aldur Vinstri grænna og mjög ungur aldur á lista Pírata eru aðrar stærðir sem vekja athygli. Mikil kynjaskekkja á lista Pírata er það sem helst sker í augun sem og kynjaskipting oddvitasæta.

 

Kosningarétturinn hefur ekki verið sjálfsagður í sögunni og er það ekki enn á heimsvísu, ég hvet alla til að mæta á kjörstað og í versta falli að skila auðu ef enginn kostur er þeim þóknanlegur.

 

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Ákvað í dag að sýna smá pepp fyrir vinnustaðinn sem er í harðri samkeppni við annan jafn stóran.  Við fengum hnakkhlíf og tvö lítil blikkljós fyrir þátttökuna og hnakkhlífina varð fyrir valinu sem fyrirsæta í dag.

Smellti myndum inn á Instagram, taggaði og tók yfir forsíðuna á hjoladivinnuna.is í einhvern smá tíma.

isbstaff-hjoladivinnuna

Fjölskyldan OpenStreetMap

Leikvellir á OpenStreetMap

Í gær sunnudag skruppum við feðginin í bíltúr til að prófa fleiri leikvelli. Við settum stefnuna á leikskólann Rjúpnahæð sem er efst í Salahverfi hér í Kópavogi, þar sem við erum með leikskóla í bakgarðinum sem stelpurnar fara daglega á er oft spennandi að heimsækja aðra, sjá hvernig dót er þar og sjá öðruvísi skipulag.

Nú brá svo við að undirritaður hefur verið að fikta í OpenStreetMap (sem er open source útgáfa af einhverju svipað og Google Maps, sumir kalla það wikipediukortið enda geta allir bætt við það sem skrá sig þar inn frítt), hér eftir nefnt OSM.

 

leikvellir

Leikskólinn Rjúpnahæð er gula svæðið, leikvellirnir eru ljósblá svæði, göngustígar og gangstéttir eru rauðar brotnar línur.

 

Þar eru leikvellir merktir inn á, ég notaði tækifærið á meðan að stelpurnar skemmtu sér á frábærri lóð Rjúpnahæðar og skoðaði, í BlackBerry símanum sem er með þeim slappari, kortið á OSM og sá þá að tveir leikvellir voru í næsta nágrenni. Þegar nýjabrumið var farið af Rjúpnahæðinni röltum við því á fyrsta leikvöllinn (ljósblár kassi til hægri á kortinu), stelpunum fannst mjög áhugavert að þarna værum við að labba yfir í Reykjavík.

Eftir ágætis stopp þar fórum við aftur á stíginn og ætluðum nú að halda á hinn leikvöllinn, sem er efst á kortinu. Á leiðinni sáum við hins vegar annan leikvöll, lengst til vinstri á kortinu, sem var þá ekki merktur inn. Við stoppuðum aðeins þar og ég setti staðsetningu hans á minnið. Eftir stutt stopp þar héldum við svo áfram upp stíginn og aftur yfir í Seljahverfið og fundum leikvöllinn sem er annars hulinn þeim sem ferðast eftir þessum göngustíg sem aðskilur bæjarfélögin.

Án kortsins hefðum við aldrei vitað af honum, hann er inn á milli húsa.

Við röltum svo til baka með annari viðkomu á nýjasta leikvellinum.

Þegar heim var komið fór ég inn á OSM og merkti inn á stígbút sem hafði vantað á kortið (milli leikskólans og stóra göngustígsins) og nýjasta leikvöllinn. Afraksturinn má sjá að ofan.

Ég hvet fólk til að kíkja á http://www.openstreetmap.org og nota það til dæmis til að finna leikskóla eða leikvelli til að kíkja á með börnin. Ég hvet það enn fremur til að merkja inn á OSM (eða senda mér nótu) ef það sér að það vantar leikvelli þar inn.

Ætla að fara að skoða það hvernig ég get svo birt kort sem sýnir bara leikvelli/róluvelli/leikskóla – hugsa að það verði mjög notadrjúgt um helgar og í sumar!

Næst förum við líklega á Hvammsvöll og þessi 6 leiksvæði sem eru þar í kring!

 

leikvellir-2

Hvammsvöllur og leikvellir í grenndinni
OpenStreetMap Samfélagsvirkni

OpenStreetMap og ja.is

Það var árið 2009 sem ég kom fyrst auga á OpenStreetMap og gerði tvær breytingar á því, setti svo inn aðra breytingu 2012 og það var ekki fyrr en í ár sem að ég fór að gera eitthvað af viti þar.

OpenStreetMap er sumsé kort af heiminum búið til á svipaðan máta og Wikipedia er skrifuð, af þúsundum sjálfboðaliða. Af hverju er verið að vesenast í svona þegar Google Maps hefur sannað sig fyrir mörgum og fleiri komnir í hituna? Af því að þarna er auðveldara að laga villur og þessi gögn eru í almannaeign þannig að það er hægt að ná í þau og nota í eigin tilgangi. Það er ekki hægt hjá Google og öðrum heldur þarf að greiða fyrir notkun á gögnum þeirra.

Ég er búinn að vera að teikna Nónhæðarhluta Smárahverfis upp. Það er mjög einfalt reyndar, ég fer á OpenStreetMap, finn þar hverfið mitt og smelli á Edit (það þarf að skrá sig inn, það er ókeypis og auðvelt). Það er hægt að velja um 2 mismunandi ritla til að breyta í vafranum, iD ritillinn þarna er nýr og með mjög góða kynningu á sjálfum sér og hvernig hægt er að teikna á kort.

Þá fæ ég upp loftmynd af hverfinu og tól til þess að teikna upp götur, hús og hvað eina sem er á korti. Sem stendur er ég að vinna í að klára Nónhæðina.

Ég ákvað að bera kortið mitt við ja.is sem notar gögn frá Samsýn. Vinstri myndin er útgáfa ja.is og hægri myndin er útgáfa OpenStreetMap. Á ja.is myndinni hef ég sett nokkra rauða hringi, þetta eru byggingar sem eru ekki til!

Þær eru líklega til á uppdrætti, þetta eru bílskúrar en svo vill til að  bara er búið að byggja helminginn af þeim, restin er ekki á leiðinni næstu árin enda þurfa allir sem eiga rétt á að byggja bílskúr að sameinast um það í hverju fjölbýli fyrir sig. Rauði hringurinn lengst til hægri er svo spennistöð, hún er merkt sem Arnarsmári 28a og hefur gert okkur lífið leitt þegar við notum straeto.is því að hann kemur alltaf upp á undan 28.

ja.isOpenStreetMap

 

Samsýn/ja.is nota þarna líklega opinbera uppdrætti, það má sjá að byggingarnar þeirra eru nákvæmari að lögun. En þessir uppdrættir innihalda líka þessar draugabyggingar, það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort að heilu draugahverfin séu til á kortum ja.is.

Ég ákvað að skoða þéttbýliskjarna á Íslandi og bjó til lista yfir þá staði sem vantar loftmyndir á og þá sem vantar byggingar á (og hver sem er getur núna farið og bætt við á OSM). OSM-kortið fyrir Ísland á talsvert í land, en í Reykjavík og á mörgum öðrum stöðum stendur það jafnfætis við Google Maps, ja.is og fleiri.

Ég hvet fólk sem hefur gaman af kortum (við erum til og fleiri en menn ætla!) að kíkja á þetta og skoða hvort að það vilji þó ekki nema uppfæra götuna sína, ef ekki meir.

Tækni

Map issues in World of Tanks 0.8.3

I’m an avid player of the MMO World of Tanks where I roam as Hagbardur and have kept a close eye on how the map changes have affected the matches. Following the tremendous work done by Phalynx, where he collects data from players on matches and makes them available on his website, I managed to get together some statistics on team performances in the maps because quite frankly there were some seriously flawed maps.

It was good timing as the day after I finished compiling the percentage chances the developer Overlord posted a topic on maps in WOT. Since my findings could use some visual aid I’ve decided to present them here.

All numbers taken from Phalynxs website with Tanks with over 100 battles included. I’m sure Overlord has access to much accurate numbers but until Wargaming releases them this is the best approximation we can get.

 

The Percentages

Here I list, in order of worst skewed maps to least skewed, the maps, the number of times Team 1 (green) won and Team 2 (red) won. You can see at the bottom of the post which team is Team 1 Green and Team 2 Red. The skew number is the absolute percentage difference between the two teams. I also highlight maps which are prone to draws.

 

Map Team 1 Team 2 Draw Skew
Westfield (assault) 66,00% 34,00% 0,00% 64,00%
Fjords 57,70% 41,60% 0,70% 32,43%
Malinovka (assault) 58,00% 42,00% 0,00% 32,00%
Sand River (assault) 57,50% 42,50% 0,00% 30,00%
Dragon Ridge 56,70% 42,20% 1,10% 29,32%
Province 54,70% 42,00% 3,30% 26,27%
Mines 55,20% 44,40% 0,40% 21,69%
Arctic Region 44,00% 54,50% 1,50% 21,32%
Highway 54,50% 44,60% 0,90% 19,98%
Siegfried Line (assault) 45,00% 54,60% 0,40% 19,28%
Murovanka 45,00% 54,40% 0,60% 18,91%
El Halluf 52,10% 43,60% 4,30% 17,76%
Prokhorovka 45,90% 53,80% 0,30% 15,85%
Serene Coast 49,40% 42,70% 7,90% 14,55%
Ruinberg 46,00% 53,10% 0,90% 14,33%
Erlenberg (assault) 46,50% 53,50% 0,00% 14,00%
Ruinberg (encounter) 47,00% 53,00% 0,00% 12,00%
Malinovka 50,40% 44,70% 4,90% 11,99%
Fisherman’s Bay 52,60% 46,70% 0,70% 11,88%
Widepark 47,00% 52,50% 0,50% 11,06%
Karelia (assault) 52,60% 47,20% 0,20% 10,82%
Steppes 47,20% 52,40% 0,40% 10,44%
Redshire 45,70% 50,40% 3,90% 9,78%
Erlenberg 46,80% 51,10% 2,10% 8,78%
Live Oaks 51,60% 47,40% 1,00% 8,48%
Himmelsdorf (encounter) 47,90% 52,10% 0,00% 8,40%
Sand River (encounter) 47,90% 51,90% 0,20% 8,02%
Karelia 47,70% 51,40% 0,90% 7,47%
Murovanka (encounter) 48,30% 51,60% 0,10% 6,61%
Airfield 51,10% 48,10% 0,80% 6,05%
Steppes (encounter) 51,40% 48,60% 0,00% 5,60%
Himmelsdorf 51,00% 48,30% 0,70% 5,44%
Port 50,50% 48,50% 1,00% 4,04%
Lakeville 48,70% 50,30% 1,00% 3,23%
Abbey 50,20% 48,70% 1,10% 3,03%
Ensk 49,30% 50,70% 0,00% 2,80%
Ensk (encounter) 49,40% 50,50% 0,10% 2,20%
Siegfried Line (encounter) 49,50% 50,40% 0,10% 1,80%
South Coast 49,60% 48,80% 1,60% 1,63%
Cliff 49,90% 49,40% 0,70% 1,01%
Siegfried Line 50,00% 49,50% 0,50% 1,01%
Sand River 49,50% 49,20% 1,30% 0,61%
Malinovka (encounter) 49,10% 48,90% 2,00% 0,41%
Westfield 49,80% 49,60% 0,60% 0,40%
Mountain Pass 49,30% 49,20% 1,50% 0,20%
El Halluf (encounter) 48,70% 48,70% 2,60% 0,00%

 

The Worst Performers

Most skewed map
Westfield – Assault

It is no great shock that Westfield – Assault mode is the most skewed map, the defenders have ample sniping spots in the lower right corner and on the other side of the valley very well protected spotting locations that can also shoot at anyone travelling the edges of the map. With the defenders (Green on this map) winning 66% of the battles this needs a major re-balance.

 

Fjords
Fjords

Fjords is skewed towards the Green team which have a 32% edge on the Red. Their protected sniping spots both in the north and south that cover the field in the north no doubt are a big factor for this as well as the natural defense positions they get in the middle and south roads.

 

Malinovka - Assault
Malinovka – Assault

Malinovka in assault mode is skewed 32% towards the Green defenders who not only enjoy higher ground but also can get to ample forest cover faster than the Red attackers. Playing this map as a T95 on the Red attacking team is nothing short of the biggest joke played on players as your lack of speed and lack of cover while attacking mean that if you are not killed by artillery then you are too slow to make a difference in the attack. Other slow tanks on the attacking side suffer heavily from this as well with the Physics update punishing their uphill climbing. This needs better balance and this is why I have personally disabled Assault and Encounter modes on my account.

 

Sand River - Assault
Sand River – Assault

The Green defenders get a 30% advantage against the Red attackers. Crucially the Green team can snipe any Reds trying to go north so those that do make it to the north are badly beaten and pushing them away is quite easy usually. A fast medium rush from Reds to the north can combat this but this is a huge weak spot for the Reds.

 

Dragon Ridge
Dragon Ridge

Dragon Ridge is skewed heavily towards the Green team in the south who are 29% more likely to win each game. First of all they get, from their own spawn, a superb sniping spot to shoot any tanks in the Red team moving from their spawn towards the town in the middle. Secondly from the mountain in front of their spawn they get good sniping lines on the town in the middle, something that the Red team do not get from their own mountain safety. Thirdly the map funnels all the play into the gorge in the east, where Green team have better sniping lines into it both from their spawn and the path in the middle, and into the town where Green are again better positioned. This map is thankfully being removed in 0.8.4 and hopefully will come out of it not only more enjoyable to play but more equal for both teams.

 

Province
Province

Province is a special case as it is mostly played in tier III and lower these days. Here the Green team that start on the left side of the map enjoy 26% more wins than the Red team on the right side of the map.

 

Serene Coast
Serene Coast

Special mention must go to Serene Coast which is undisputed king of Draws, 8% is an incredibly high number but not surprising for those that have played it. Green have a 15% advantage over the Red team, no doubt due to the sniping hill and the B1 corner for spotting. It will be removed in 0.8.4 and hopefully adjusted to make gameplay more smooth.

 

The Maps

Mouse-over to see the advantages each side has.

Samfélagsvirkni

Dauðagildrur við Smáraskóla

Við Ragna Björk röltum hjá Smáraskóla í dag og hún lék sér í leiktækjunum þar. Þar sá ég mér til skelfingar suddalegan frágang, þar sem afsöguð rör standa upp úr jörðinni með hvassar brúnir, beint við klifurgrindur. Það er rúm vika þar til nemendur mæta aftur í skólann og ég vona að þessar dauðagildrur sem við rákumst á verði farnar þá.

Það eru miklar klifurgrindur þarna, börnin í vel 3 metra hæð í þeirri stærri, og beint fyrir neðan þessar tvær klifurgrindur eru afsöguð rör með hvassar brúnir, hvort um sig nærri 30 sentimetrar að lengd.

Fyrri gildran:

Seinni gildran:

 

Sendi þetta erindi á Kópavogsbæ og vona að þetta komist í lag sem fyrst.

Samfélagsvirkni

Vinstribeygja

Kæri Hinrik Friðbertsson.

Til hamingju með að vera orðinn umferðarljósastjóri höfuðborgarsvæðisins.

Þú getur ef til vill lagað þau ljós sem nú um stundir angra marga og valda síendurteknum umferðarbrotum þar sem ökumenn gefast upp á biðinni á rauðu ljósi og fara yfir, eftir að hafa verið sniðgengnir af ljósakerfinu allt að 4 sinnum.

Hér að ofan getur að líta hvað um er að ræða. Gula pílan sýnir vinstri beygjuljós af Hagasmára yfir á Smárahvammsveg. Stundum eru ljósin regluleg, hver átt fær sitt græna ljós og svo næsta koll af kolli (upp og niður Smárahvammsveg, beygja af Smárahvammsvegi til vinstri á Hagasmára og svo Hagasmári til vinstri upp Smárahvammsveg).

Stundum er vinstri beygju úr Hagasmára sleppt annað hvert sinn, stundum kemur það í þriðja hvert sinn og nýlega voru það fjögur skipti sem vinstri beygjunni var sleppt! Þetta nálgaðist 5 mínútur, og á endanum trillaði mest af bílalestinni yfir galtóm gatnamótin gegn rauðu ljósi.

Ég sé þetta nú dags daglega að ökumenn eru hættir að virða ljósin á þessari vinstri beygju, svo oft hafa þessi ljós bitið þá, þeir hafa setið á galtómum gatnamótum í bílalest sem bíður eftir þessari vinstri beygju. Það er jafnvel flautað á þá sem fremstir eru og virða rauða ljósið.

Þessi ráðstöfun er stórundarleg, ekki er hægt að sjá að umferð í vinstri beygjuna sé neitt minni en umferð upp og niður Smárahvammsveg, sem og vinstri beygja af Smárahvammsveg.

Þessum ljósum þarf að breyta, þetta gengur ekki og þessi ráðstöfun minnir mann á “með lögum skal land byggja en ólögum eyða” þar sem þessi ljósastilling fer að ala upp í mönnum fyrirlitningu á umferðarljósum þegar þau eru jafn galin og þarna gerist.

Með vinsemd,

Jóhannes Birgir Jensson, daglegur notandi téðra umferðarljósa