Monthly Archives: March 2005

Uncategorized

Aftur á fullu, og 80 daga ferðin

Ábúendur betra.is urðu þess örlítið varir fyrir nokkru að sumir hlutar vefs þeirra duttu út.

Þetta gerðist þegar ég flutti vefina yfir á varavél. Ástæðan fyrir því var einföld, óprúttinn Brasilíumaður hafði náð að pota sér inn á vefþjóninn og koma þar fyrir einhverjum andskota sem var að drepa vélina.

Því var málið að gjörsamlega strauja vefþjóninn, það hefur tekið all nokkurn tíma að setja hann upp aftur en nú er því lokið loksins og vonandi allir í bestu málum nú.

Við horfðum á Around the World in 80 Days í kvöld. Skemmtileg útgáfa af sögunni sígildu, frjálslega farið með en skemmtanagildið er mikið og skondir leynigestir vöktu kátínu. Jackie Chan í góða gírnum, Steve Coogan var fínn sem Phileas Fogg og vinkona okkar úr L’auberge Espagnole, hún Cécile De France, lýsti upp myndina með ákefð og einlægni.