Jólagjafir enn að berast

Sko til! Hvað hef ég ekki sagt um það þegar fólk fer lasið í vinnuna gegn mínum ráðleggingum!

Læknirinn segir að fólk eigi að halda sig heima á meðan þeir eru veikir bæði til að fara vel með sjálfa sig og ekki síður til að smita ekki aðra í kringum sig.

Sigurrós náði í dag að sækja á pósthúsið jólapakka sem tafðist í póstinum. Sem endranær pöntuðum við af óskalistum hvors annars hjá Amazon.co.uk, en vorum í seinna falli þetta árið.

Amazon klauf pantanir okkar beggja niður í tvær sendingar af einhverjum ástæðum, stærri pakkinn fyrir hana og minni pakkinn fyrir mig náðu í hús fyrir jól en það þýddi að stærri pakkinn fyrir mig og minni pakkinn fyrir hana voru enn á leiðinni.

Í stóra pakkanum sem ég fékk reyndist talsvert af góðgæti, ég byrjaði á því að fletta í gegnum The Art of the Discworld á meðan að From the Discworld hljómaði í græjunum.

Comments are closed.