Monthly Archives: December 2005

Uncategorized

Tíunda konungsríkið

Skjár 1 fær stóran plús fyrir frábæra dagskrá nú um hátíðirnar. The 10th Kingdom gerir ævintýrum frábær skil og gefur betri mynd af mörgum þjóðsögum en Disney-væmnin hefur gert. Frábær útfærsla hvað brellur, búninga og umhverfi varðar. Úrvalsleikur og handritið er frábært. Fullorðnir geta skemmt sér frábærlega yfir þessum sagnabálki og gripið margt sem fyrir ofan garð hjá börnum. Hversu margir tóku eftir því að eitt atriðið var greinileg tilvísun í málverk Pieter Brugel, Babelsturninn frá 1563?

Kvenhetjan bæði bjargaði öðrum og var bjargað. Jafnrétti haft í fyrirrúmi sem og sjálfstæði, minnir mig á fréttina frá því í apríl síðastliðnum þar sem masters-nemi taldi Öskubusku vera vonda fyrirmynd, þar sem hún er svo undirgefin.

Uncategorized

Er rassinn á mér stór?

Eins og sjá má í kvikmyndum, þáttum og daglegu lífi virðist konum nokkuð umhugað um að rassinn á þeim sé ekki of áberandi. Því hefur fræðimaður í Skotlandi nú hafist handa við að mæla það á vísindalegan máta hvernig litir, snið, efni og fleira hafi áhrif á sýnileika kvenrassa.  Áhugasamir geta lesið greinina Seat of learning tackles fashion’s biggest question.

Á meðan að tölvan mín hefur verið í ítarlegri sjálfsskoðun hef ég lokið lestri tveggja bóka, annars vegar The Algebraist eftir Iain M. Banks og hins vegar Down and Out in the Magic Kingdom eftir Cary Doctorow.

Banks er á svipuðum slóðum og í hinum sci-fi bókunum, gríðarlegar fjarlægðir, óhugsandi stærðir, snúin pólitík og hverfult líf.

Bók Doctorows er fáanleg ókeypis á stafrænu formi á vefsíðunni, sem og seinni tvær bækur hans sem eru á leslistanum. Í þessari bók kynnumst við heiminum í nálægri framtíð þar sem peningar eru ekki lengur gjaldmiðillinn heldur Whuffies, sem virðast vera virðingarstig. Fyrir að gera eitthvað sem gleður aðra færðu virðingarstig frá þeim og þeim fleiri stig sem þú hefur því meira geturðu leyft þér. Þeir sem njóta engar virðingar eru þó ekki settir út á gaddinn því að þeim er tryggður aðgangur að fæði og húsnæði sem og samgöngum. Sagan gerist í Disney World þar sem við kynnumst því hvernig þetta kerfi virkar í umhverfi þar sem grimm samkeppni ríkir.

Uncategorized

Lokað vegna veðurs

Tölvan mín er orðin verulega steikt, virðist vera einhver súrnun í Windows-draslinu. Ætli það fari ekki klukkutímar og dagar í að grafa upp hvað vandamálið er, gengur frekar hægt þegar að búið er að skoða allan vélbúnað en samt frýs vélin á hverri mínútu í nokkrar sekúndur. Villuboðin eru svo minna en hjálpleg. Windows er oft svo undarlegt að það virðist hreinlega fara eftir veðri og vindum hvenær það ákveður að ergja mig. Nógu oft hef ég þurft að laga það, uppfæra hitt og þetta, eyða hinu og þessu. Bastarðar.

Þessi færsla er því rituð á frekar elliærri útgáfu af Rauðhatti. Sem betur fer er nóg af bókum til að lesa, kláraði í dag In your dreams eftir Tom Holt. Óbeint framhald af síðustu bók hans, skemmtileg þróun.

Uncategorized

Frá mér til ykkar

Jólagjöf mín til netverja er listi yfir íslensk mannanöfn eftir notkun, þar sem þeir geta séð hvar í röðinni nafn þeirra er… enginn skilaréttur er til staðar.

Nú er mikil nammi- og matarvertíð, þá er gott að hafa í huga að nýjust rannsóknir á viðbótarefnum í mat benda til þess að sum þeirra séu mun hættulegri en talið hefur verið hingað til, einkum þegar þau eru í samfloti. Uss.

Gleðileg jól (þessi fornu).

Uncategorized

Brotakennt

Jahá!

Man ekki eftir að hafa séð þetta á sínum tíma. Það var frekar magnað að komast að því fyrir nokkrum vikum að þættirnir voru bara gerðir til að auglýsa leikföngin, ekki öfugt.

Í Ohio virðist sem að lög sem leyfa lögreglu að handtaka fólk án ástæðu séu að verða að veruleika:Bill Would Allow Arrests For No Reason In Public Place. Land hinna frjálsu!

Nafngjafir í Englandi og Wales, sápuþættirnir hafa mikil áhrif. Á íslensku Wikipediunni má fletta upp nöfnum og sjá hversu margir bera nafnið og þróun nafngjafa, sjá til dæmis:

 • Björk (í lægð)
 • Daði (á niðurleið síðan 1990)
 • Haukur (á niðurleið síðan 1990)
 • Jens (í lægð)
 • Jóhannes (hægur stígandi)
 • Jón (dalað hægt og sígandi síðan 1963)
 • Karlotta (örfáir annaðhvort ár)
 • Kári (hæg meðalauknin en skrykkjótt)
 • Katrín (klifrað stöðugt þangað til í fyrra að botninn datt úr)
 • Oddur (dalað síðustu ár)
 • Ragna (súluritið í steik en 460 bera það sem fyrsta nafn)
 • Sigurður (á niðurleið síðan 1968)
 • Sigurrós (skrykkjótt, lítil fjölgun)
 • Soffía (haldið sér síðasta áratug)

Smellið á súluritin til að fá þau stærri.

Uncategorized

Survivor

Elleftu Survivor seríunni er lokið. Samkvæmt viðtölum við keppendur þá var reynt að fá áhorfendur til að halda með Danni með því að sýna ekki mikið af hennar klækjum.

Talsverð vonbrigði að Stephenie hafi aðeins fengið eitt atkvæði, lélegt keppnisskap hinna keppendanna sem virtust vera ófærir um að viðurkenna það að hún var betri en þeir.

Í viðtali segir Stephenie einmitt að tökuliðið hafi nefnt að kviðdómur þáttaraðar 11 hafi verið einstaklega bitur. Sjá einnig lengra viðtal við Steph og Danni.

Ég kann alltaf best við keppendur sem leggja sig alla fram alltaf. Í boltanum var einbeitingin og ákveðnin hjá mér alltaf hin sama hvort sem liðið mitt var að vinna 5-0, tapa 0-5 eða staðan var 0-0. Staðan á ekki að skipta máli heldur leikurinn. Stephenie virðist þannig manneskja.

Uncategorized

Tölvuleikir búa til vandræðabörn?

Prófessor Henry Jenkins við MIT ber niður 8 helstu mýturnar um skaðsemi tölvuleikja og áhrif þeirra.

Skyldulestur fyrir þá sem hlaupa um með æsingi þegar minnst er á tölvuleiki. 

Uncategorized

Lögreglan virðingarverð?

Ojbara The joke’s on you.

Kastljós var í síðustu viku með umfjöllun um lögregluna, meðal þess sem var rætt þar var vaxandi virðingarleysi fyrir lögreglunni. Á meðan að lögreglan er notuð sem pólitískt tæki af stjórnvöldum, eins og var með Falun Gong málið alræmda og svipuð mál sem hafa komið upp, þá held ég að lögreglan muni áfram missa virðingu og vinsemd borgarana.

Lögreglan á ekki að vera leiksoppur ráðamanna sem vilja bjóða hingað fjöldamorðingjum og reisa Pótemkín-tjöld handa þeim. Þegar hún hættir að vera það þá loksins mun hún fara að njóta sannmælis fyrir hin störf sín, þau sem henni er ætlað að gera og gerir vel.

Uncategorized

Svartnætti

Í dag hvarf rafmagnið tvisvar og flökti oftar hérna í Smárahverfinu og að mér sýndist stærsta hluta Garðabæjar.

Það var því nægur tími til að lesa söguna Something New eftir P.G. Wodehouse. Farsi með rómantísku ívafi (hann var mikið fyrir það virðist vera). 

Uncategorized

Naglasúpa

Bækur

Áfram held ég að vaða í gegnum þann hluta ritsafns P.G. Wodehouse sem er ekki lengur bundinn útgáfurétti. Fyrst er það Love Me, Love My Dog sem er rómantísk smásaga, því næst rómantíska skáldsagan The Intrusion of Jimmy og að lokum smásagan William Tell told again, þar sem Wodehouse kemur með sína útgáfu á goðsögninni bakvið frelsisbaráttu Svisslendinga. 

Tenglar

Fréttin Man, 33, seeks puberty segir frá lækni sem er nú í hormómameðferð til að komast á kynþroskaskeiðið… varla testesterón að finna í honum og því fullorðnaðist líkaminn ekki.

Greinin ‘Narnia represents everything that is most hateful about religion’ rífur Narníu-ævintýrið í sig fyrir aristókrata-kristnina sem er boðuð þar.

Að lokum fréttin um strætisvagnastjórann í Wales sem ekur og gengur um með jólatré á hausnum Festive hair is a cut above rest.