Monthly Archives: March 2002

Uncategorized

Súkkulaðiát

Sigurrós gerði málsháttunum okkar skil í sinni færslu. Eggið er nú orðið hálft, og ég held að maður reyni við það aftur á morgun. Sykurbólurnar fara væntanlega að láta á sér kræla…

Uncategorized

Frumskóga Georg

Horfðum á barnagrínmyndina George of the Jungle á RÚV áðan (svei mér þá ef það er ekki hægt að horfa á eitthvað á RÚV svona einu sinni í viku eða svo…), ágætis rugl sem er vel hægt að hlæja að.

Á Huga er auglýsing til vefara sem eru að klára 10. bekk, þar sem vísað er á þessa síðu. Áhugaverð tilraun til þess að laða fleiri nema að skólanum, einkum lokaorðin : “Og svo eru sumir sem velja Verzló einfaldlega vegna þess að þeir vilja verða ríkir.” Sagt í spaugi eða alvöru?

Gamla drottningarmóðirin látin, þó það sé auðvitað frekar leiðinlegt mál þá er það verra að þetta mun skyggja á alvöru atburði sem snerta líf og dauða hundruða manna í Afganistan og Palestínu næstu daga, að minnsta kosti í Bretlandi, og líklega víðar. Það er svona, ef þú ert með rétta blóðið í æðunum þá skiptir þú meira máli en þúsundir sem eru ekki með rétta blóðið. Eru fjölmiðlar ekki æðislegir?

Uncategorized

Ísöld

Skruppum heim til mömmu í kaffisamsæti í dag. Fékk þar þær gleðilegu fréttir að Daði bróðir er nú orðinn háseti hjá Landhelgisgæslunni og fer brátt á sjóinn í sinn fyrsta túr.

Í kvöld skruppum við svo á teiknimyndina Ísöld. Ágætis skemmtun með nokkrum launfyndnum punktum, en engin stórsnilld í sjálfu sér.

Áhugavert:

  • Too sexy for her rocker
  • Bækur

    Dýrið maðurinn

    Las í dag bókina Leila, stutta bók um þjáningar bosnískrar stúlku sem var margnauðgað, misþyrmt og komið fram verr við en hötuðustu húsdýr. Ein margra þúsunda kvenna sem varð fyrir þessu í Bosníu, og þá er eftir að telja tugþúsundin í öðrum stríðum fyrr og síðar.

    Heimurinn er fullur af vondu fólki, og hann er líka fullur af hjarðdýrum sem að gera vonda fólkinu kleift að ná metorðum og halda þeim. Þetta er auðvitað málefni sem æsir mig auðveldlega upp, en pistill minn um þetta mál verður stór og mikill, og fer því frekar á www.betra.is en joi.betra.is. Ætlunin er að opna www.betra.is á næstum mánuðum með vel útpældum greinum sem að ég ætla að leggja þó nokkra vinnu í. Meir um það síðar.

    Horfðum í kvöld á Legally Blonde. Stórskemmtileg kvikmynd um fordómana sem að fallegt, ljóshært og vel vaxið kvenfólk verður fyrir, og ádeila á það að dæma fólk við fyrstu sýn. Margir launfyndnir punktar í henni, mæli með þessari.

    Uncategorized

    Páskafrí

    Fínt að fá fimm daga helgi til að slappa af eftir skólatörnina. Langt síðan að ég ruddi út úr mér orðaflaumi hér á síðunni… ekkert sem hefur æst mig nógu mikið upp líklega. Ég er svo mikill rólyndismaður.

    Staðan á bankareikningnum núna er reyndar glæsileg, 2.2 milljónir. Milljónirnar eru hins vegar á leið í útborgun eftir helgina, og eru að auki aðeins í láni frá lífeyrissjóðnum. Kannski ekki eins glæsileg staða og fyrst leit út fyrir.

    Áhugavert:

  • Bubbles kaka
  • The Internet, volume one
  • Uncategorized

    Páskasnjór

    Skiluðum af okkur í kvöld, flestir farnir í páskafrí, fámennt í skólanum.

    Forsætisráðherra hnaut tunga um tönn í ræðu sinni, er hann ræddi um yfirgripsmikið þekkingarleysi. Spánýtt hugtak, og líklega var líkingin mín spáný líka (ef ekki þá hef ég að minnsta kosti ekki heyrt hana áður).

    Páskasnjórinn er mættur, eins og maður sá fram á að vorið væri komið í fyrradag. Smá reality check af og til fær mann til að muna staðsetninguna á þessu skeri.

    Áhugavert:

  • Frjálslyndir bókasafnsfræðingar (yeah!)
  • MSN plus!
  • MSN skins
  • Uncategorized

    Survivor 4 (jæja)

    Hmmm.. þar sem við fórum ekki í háttinn fyrr en upp úr 5 í nótt þá var ég mjög svo slappur og alls óvinnufær. Seinniparts dag þegar ég hafði rankað við mér mundi ég eftir einum fítus sem við höfðum steingleymt (var ekki í grunnkröfum en skemmtilegra að hafa hann), því var eitt form búið til í flýti, sem og klasi og föll því tengdu og svo sent á Arnar, sem að er núna með master-útgáfuna og setur því allt inn hjá sér.

    Sá Survivor 4, Jeff Probst sagði að maturinn sem þau áttu að éta í þessari matarkeppni (án þess að nota guðsgafflana svokölluðu) væri sérréttur sem að gestum væri boðið uppá. Væntanlega er þetta einhver eyjaskeggjahúmor, matur sem að er of vondur til að þeir leggi í kynna þeir sem “þjóðarrétt” og grey aðkomumenn eru látnir pína honum í sig, eybúum til skemmtunar.

    Áhugavert:

  • Bangsímon í réttarsal
  • Páfi heldur smá vitglóru
  • Uncategorized

    Drottning að lokum komin

    Erum búnir að vera duglegir í dag, forritið hefur hlotið nafnið Drottning (Queen) og er núna bara í smá förðun, laga til takka og setja inn myndir og gera það sætt.

    Þetta var ágætis upphitun fyrir lokaverkefnið, sem verður svipað uppbyggt held ég.

    Áhugavert:

  • Robot World Cup
  • Snjóflóðavörn, góð hugmynd
  • Uncategorized

    Vinkonan og langa nóttin

    Gleymdi í gær að nefna það að ég fór í ónæmispróf vegna áreynsluastmans, skemmst frá því að segja að ég er ekki með 11 algengustu ofnæmin á Íslandi, og fékk púst sem ég mun prufa við næstu íþróttaiðkun. Ætti að slá á astmann vonum við læknirinn.

    Fór fyrir hádegi í skólann í dag og sat þar með Arnari við forritun fram til kvöldmats (Konni lét sjá sig um miðbikið eftir að hann vaknaði).

    Í kvöld tók ég því svo rólega fram til 22 þegar að ég fór fyrir alvöru að forrita aftur, núna er klukkan orðin þrjú að nóttu og ég er ánægður með árangur síðustu 4-5 tíma, fyrir utan prentstuðning þá erum við komnir með grunnkröfur og nokkrar aukakröfur, og höfum tvo daga til þess að klára.

    Ég vil þakka Edith Piaf vinkonu minni kærlega fyrir samverustundina þessa löngu nótt, án hennar hefði ég líklega verið löngu búinn að gefast upp á þessum frumskógi sem MFC er. Það er gott að eiga góða að, hvað þá svona snillinga.

    Áhugavert:

  • Same sex marriage, with a twist
  • Svona lista hef ég stundum ætlað að gera
  • The end of the $73 million witch hunt
  • Uncategorized

    Penge

    Skaust í morgun til að redda greiðslunni, tókst ekki að millifæra í gær við undirritun þar sem að eyða þurfti bókinni til að hægt væri að tæma hana. Hefði átt að vera búinn að því en bara áttaði mig ekki á því. Elín Mjöll í Búnaðarbankanum Kópavogi reddaði mér glæsilega og fær miklar þakkir fyrir, svo var haldið í Híbýli þar sem að greiðslan var framkvæmd og ég tók við samningnum. Mikil gleði, verst að við Sigurrós getum lítið haldið uppá þetta í bráð þar sem hún er eiginlega orðin veik, og ég verð hræðilega upptekinn í verkefninu í skólanum þangað til eftir helgi. Við höldum bara upp á þetta um páskana!

    Ef ég væri fjármálalega sinnaður gæti ég í dag montað mig af því að hafa haft veltu upp á rúmar 3 milljónir (1.5 af reikningi A yfir á reikning B og þaðan á reikning C), hins vegar eru fjármálaspekingar og allar þessar tölur sem slengt er fram til þess að láta hluti líta öðruvísi út en annars, ekki hátt skrifað hjá mér.

    Áhugavert:

  • Réttindi “cyborga”
  • Ethical Capitalism