Monthly Archives: August 2012

Samfélagsvirkni

Dauðagildrur við Smáraskóla

Við Ragna Björk röltum hjá Smáraskóla í dag og hún lék sér í leiktækjunum þar. Þar sá ég mér til skelfingar suddalegan frágang, þar sem afsöguð rör standa upp úr jörðinni með hvassar brúnir, beint við klifurgrindur. Það er rúm vika þar til nemendur mæta aftur í skólann og ég vona að þessar dauðagildrur sem við rákumst á verði farnar þá.

Það eru miklar klifurgrindur þarna, börnin í vel 3 metra hæð í þeirri stærri, og beint fyrir neðan þessar tvær klifurgrindur eru afsöguð rör með hvassar brúnir, hvort um sig nærri 30 sentimetrar að lengd.

Fyrri gildran:

Seinni gildran:

 

Sendi þetta erindi á Kópavogsbæ og vona að þetta komist í lag sem fyrst.