Monthly Archives: May 2003

Uncategorized

Framför

Allur að skána enda helgin að enda og vinnuvika að byrja… dæmigert.

Jæja, hitinn að mestu farinn og þá fer heilastarfsemin aftur í gang… að mestu. Það var eitthvað sem ég ætlaði að tjá mig um en man ei lengur hvað það var. Komst á (ein) endimörk EVE í dag þó.

Formúlan á morgun! Tékka á henni loksins.

Uncategorized

Bilaður

Hiti, kvef í auga og nefi. Hef verið í betra ástandi, þessi kósíhelgi fer víst ekki langt í það að ná því markmiði.

Duglega konan mín snýst í kringum mig og heldur öllu gangandi.

Það væri ágætt að tjá sig um Davíð sem lýsti um daginn yfir vonbrigðum með kosningabaráttu sem snérist um skítkast í valda aðila, ég man ekki eftir neinu svoleiðis nema idjótískum auglýsingum ungra sjálfstæðismanna þannig að hann hlýtur að hafa meint þá… eða hvað?

Uncategorized

Stíbblaður

Stíflaður, með hellu fyrir eyrum og veit ekki hvað. Súper.

    Ljósu punktarnir:

  • Pabbi stillti hjólin okkar
  • Píparinn lagaði klósettið sem stíflaðist vegna framkvæmda í húsinu
  • Grillið er tilbúið fyrir sumarið
    Dökku punktarnir:

  • Hjólið mitt þarf að fá nýjar legur
  • Ég er drullukvefaður
Uncategorized

Fullur

Stútfullur reyndar. Kvefaður upp fyrir augnlok, reyndar er kvefið mest þar fyrir ofan.

Ljósi punkturinn í dag var að horfa á Stuðbolta-stelpurnar á myndbandi. Þessi mynd kom víst ekki í kvikmyndahús eins og maður vonaðist eftir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Launfyndnar teiknimyndir, fullorðnir og börn eru ekki að sjá sömu myndina í raun.

Slappleiki undanfarinna daga hefur nú brotist fram í almennum aumingjahætti með massakvefi, hausverk og viðlíka ófögnuði.

Fékk umsögnina um lokaverkefnið í dag og þar var auðvitað öllu hrósað enda fengum við tíu. Eina sem mátti finna að var hvernig útskýringar okkar á verkefninu fóru fyrir ofan garð og neðan hjá kennurum við verkefnisskoðanirnar. Við leystum það mál í lokasýningunni þegar mest á reyndi með því að harðsjóða staðreyndirnar og koma með einstaklega almenna lýsingu.

Við Sigurrós ætluðum að hafa það náðugt saman núna í 4-daga helgi en það er spurning hversu skemmtilegt fríið verður með okkur bæði hálfslöpp… hún er vonandi ekki að smitast af mér.

Helvítin í AC Milan unnu víst keppni stórliða Evrópu í kvöld. Leikurinn var víst markalaus og leiðinlegur er mér sagt. Helvíti blóðugt að minn maður, Pavel Nedved, skuli hafa komið sér í bann… hann hefði skorað bæði mörkin í 2-0 sigri Juventus annars (sem mér er ekki illa við þó þeir séu ekki Lazio).

Uncategorized

Upp og ofan

Ég er búinn að vera slappur undanfarna daga, með væga hálsbólgu og ómótt og fleira fjör, og náði aðeins þriggja tíma svefni í nótt. Ég var því alls ekki upp á mitt besta í prófinu í morgun. Jæja… himinn og jörð farast ekki þó ég sé heiladauður í prófi… fékk 8.5 í ritgerðarprófi í dönsku eitt sinn þar sem ég gat vart skrifað vegna hita. Þar sannast það að maður þarf að vera með óráði til að vera hraflfær í því blendingsmáli. Ef þetta er fall sökum tímabundins heiladauða þá er það bara næsta ár… og lýsi.

Það sem stóð upp úr í dag var hins vegar einkunnin úr lokaverkefninu sem stóð yfir í 5 mánuði og kostaði einar 500 vinnustundir eða svo. Hópurinn minn fékk 10 og vorum við hæst ásamt einhverjum einum aðila (hugsanlega gaurinn með tónlistarforritið). Þau voru auðvitað öll hrikalega brilljant í þessu verkefni, þrusuhópur sem þarna var myndaður.

Uncategorized

Mínir menn

Um helgina réðust úrslit í fótboltanum á meginlandinu. Mínir menn í Lyon náðu að halda franska meistaratitlinum (þrátt fyrir tap í síðasta leik). Mínir menn í Lazio enduðu í fjórða sæti sem er bara þokkalegt miðað við það að félagið er nær gjaldþrota og seldi hálft byrjunarliðið. Mínir menn í Sheffield Wednesday voru hins vegar fallnir í aðra deildina, einnig gjaldþrota og löngu búnir að selja þá sem eitthvað gátu.

Pavel Nedved sem er minn maður í boltanum varð meistari með Juventus og kom liðinu í úrslitaleikinn í Evrópukeppni stórra liða… en nældi sér í gult spjald og getur því ekki tekið þátt í þeim magnaða viðburði.

Á meðan að Bill Clinton virðist vera gull af manni þá eru bandarískir þingmenn nú farnir að velta því fyrir sér að þessi írönsku stjórnvöld séu nú frekar hættuleg heimsfriði og það sé best að skipta þeim út. Rétt upp hendi sá sem ekki sér kaldhæðnina í þessu.

Uncategorized

Sunnudagur?

Í dag var víst sunnudagur og Sigurrós kom heim úr Eurovision-reisunni á Selfoss í dag.

Hún leit svo á einkunnir og virðist vera alveg við það að fá 9 í meðaleinkunn… munar 0.03!

Mikið var!

Uncategorized

Einn af 99%

Í kvöld var víst Eurovision-keppnin háð, ég fylgdist ekki með henni ekki frekar en 99% Evrópubúa (en á Íslandi er ég víst í 1% hlutanum) en sá að Tyrkir hefðu unnið með þessu lagi (sem Geimsins hýsir). Þau hafa verið verri.

Það væri nú ágætt ef maður gæti selt smá hluta af bréfum í fyrirtæki og fengið milljarð dollara fyrir eins og Steven Ballmer var að gera.

Kaldhæðni ársins: U.S. forces trying to impose gun controls in Iraq.

Uncategorized

Selfoss og geimHABL

Skrapp í útibúið á Selfossi í dag, fór svo í kaffi til tengdó sem sýndir mér fína sólpallinn sem er næstum tilbúinn.

Tengill dagsins er svo á getgátu um að HABL komi kannski utan úr geimnum!

Uncategorized

Fjör, golf, tungubrjótar, útrýming og fleira

Fjörið heldur áfram í vinnunni, skipulagður frá fyrsta klukkutíma og nýt þess að haka við það sem er búið… ef fólk vorkennir mér að búa með skipulagðri konu þá ætti það að sjá sumt af því sem ég geri…

Vinnufélagar mínir vilja endilega fá mig með í golfið í sumar, ég á nú ekki eina einustu kylfu og svo er tímanum í sumar að miklu leyti ráðstafað, það er þó gaman að vita af því að kona er að gera allt vitlaust í golfmóti hjá körlunum.

Tungubrjótasafnið leyfir ykkur að böggla tungunni ofan í kok við að reyna að bera fram ýmis orð og orðtök, á íslensku jafnt og maorísku (tékkið á því).

Nú er í gangi í Bandaríkjunum lagafrumvarp sem á að leyfa hernum að vera undanþeginn tvennum lögum sem varða verndun dýra í útrýmingarhættu. Það gengur víst svo illa að þjálfa hermennina þar sem þessi dýr eru að flækjast fyrir.