Monthly Archives: July 2007

Bækur Tækni

Gutenberg, Rutherfurd og Wooly Bully

Birti í gær tvo nýja texta á Project Gutenberg eftir að þeir fóru í gegnum DP-Europe.

Grámann er rímútgáfa af ævintýri sem ég held að sé franskt að uppruna. Leiðarvísirinn kom út samhliða Leiðarvísir í ástamálum: II. fyrir ungar stúlkur, enn eru til tveir í viðbót held ég.

Ég hef nú lesið The Forest og Russka (sem greinir frá Rússlandi) eftir Edward Rutherfurd og er hæstánægður með þá lesningu. Á History Channel var einmitt verið að byrja að sýna Russia Land of the Tsars þegar ég var að ljúka lesningunni sem kom ágætlega inn í efni bókarinnar.

Nú þarf ég bara að redda London í millisafnaláni eða með öðrum leiðum og líklega versla mér sjálfur Dublin: Foundation því að í Gegni er ekkert safn skráð fyrir henni.

Enda þetta á léttu nótunum, það þekkja flestir á mínum aldri og eldri lagið Wooly Bully… það er auðvitað til á YouTube: