Monthly Archive: May 2002

HM er byrjað! Sambúð opinber!

Dagurinn byrjaði á því að ég skutlaði Sigurrós í vinnuna, og fór svo og keypti snakk og gos í 10-11. Svo var haldið heim í Betraból og kveikt á Sýn, því að HM er...

Óskírður Valsson

Valur eignaðist sinn annan dreng í nótt, 00:44 fæddist 13 marka drengur við góða heilsu. Að sjálfsögðu fékk nýbakaði faðirinn hamingjuóskir. Kláraði það sem þurfti að klára í vinnunni, fríið er nú hafið og...

Fataskápur

Skruppum eftir vinnu og festum kaup á fínum fataskáp í Rúmfatalagernum. Fengum greiðabíl til að keyra hráefnið heim og tókum svo til við að setja saman. Sem betur fer leit pabbi við að kíkja...

Fyrsta kvöldmáltíðin

Sigurrós eldaði fyrstu kvöldmáltíðina okkar í kvöld, fyrir valinu varð fajitas, sem að við fáum okkur yfirleitt einu sinni í viku. Kvöldið hjá mér fór í að hlusta á fyrirlestra, núna vofa tvö skilaverkefni...

Bara mánudagur

Áhugavert að fara svona nýja leið í vinnuna, maður er kominn mun lengra í burtu frá henni, þannig að þetta tekur aðeins meiri tíma en áður. Í dag var það bara vinnan, svo bauð...

Matarboð hjá mömmu

Mamma og Teddi buðu okkur og Rögnu og Hauki í mat, svona til þess að við þyrftum ekki að elda sjálf í miðri kassahrúgunni okkar. Fórum tvær ferðir á Kambsveginn, og erum enn ekki...

Við erum flutt!

Til hamingju við! Jóhannes Birgir og Sigurrós Jóna eru nú íbúar að Flókagötu 61. Við fluttum flesta pinkla, pjönkur og húsgögn í dag, aðeins á eftir að ná í minni kassa héðan og þaðan....

Flutningar hefjast

Unnur andvarpaði víst þegar hún las svar mitt og annara sem að tjáðu sig um skrif hennar. Nú gæti það bara verið ég en er ekki best að mæta róg um eigið hverfi með...

Saklaus úthverfi líflátin?

Tær snilld, þeir hjá XXXD.is hafa nú bætt við setningu þar sem segir að vefurinn sé ekki á vegum neins stjórnmálaflokks, og í stað þess að fá SMS frá litlum sætum gagnagrunnum í gervi...

ADSL, hér kem ég

Skaust í verslun Símans í dag og festi þar kaup á ADSL-router. Pungaði út stórfé en verð bara að taka því, routerinn er nauðsyn. Eftir vinnu var svo skipt um móðurborð í vefþjóninum, öðlingurinn...