Monthly Archives: May 2008

Leikir

EM-leikurinn

Enn á ný opna ég fyrir giskleik vegna stórmóts í knattspyrnu.

Núna er það EM 2008, sem fyrr getur hver sem er tekið þátt og stofnað sína eigin deild og boðið hverjum sem er í hana. Vinsælt meðal vinnustaða sem geta þá ákveðið eigin verðlaun fyrir efsta sætið.

Stjórnmál

Björn Bjarna ósáttur við íslenska Dani

Eurovision fór venju framar að mestu fram hjá mér en sá þó íslenska atriðið sem byrjaði um leið og ungfrúin var sofnuð.

Björn Bjarnason virðist hafa horft heldur meir á það en ég og lætur Íslendinga í Danmörku heyra það:

Úrslitin í Evróvisjón-keppninni sýna áhrif minnihlutahópa innan einstakra Evrópuríkja. Þeir taka sig saman hver í sínu landi og greiða gamla ættlandinu atkvæði. Er ekki best að taka upp gamla fyrirkomulagið, að sérfróðir menn leggi mat á framlag þjóðanna?

Hér svíður honum greinilega það vanþakklæti Íslendinga í Danmörku, sem þar búa við góð kjör og ókeypis háskólagöngu, að launa fyrir sig með því að yfirtaka símakosninguna og brengla þar með atkvæði alvöru Dana.

Nema þá að hann hafi átt við önnur þjóðarbrot í öðrum löndum og ekki áttað sig á kaldhæðninni og hugsanavillunni?

Það er svo sem ekki nýtt að BB treysti ekki almenningi til að taka ákvarðanir, sérfræðingar eru auðvitað mun betri til að stýra ekki bara atkvæðum þjóða í söngvakeppnum heldur líka þá væntanlega í öðrum málum, almenningi er ekki treystandi fyrir lýðræðinu hefur verið bjargföst skoðun BB eins og sjá má af verkum hans og áherslu á sérsveitir og hervæðingu.