Monstrous Regiment og Bikini Planet

Las til 5 í morgun í Monstrous Regiment og kláraði hana svo rétt upp úr hádegi. Sem endra nær fín bók frá Pratchett, að þessu sinni er það kvenfólkið sem er aðalfókusinn og barátta þess fyrir jafnrétti. Hann beinir ljósinu sérstaklega að því hvernig kvenfólk reynir að samsama sig reglum sem eru fyrir og hindra jafnvel aðrar konur í að ná langt af því að þær eru að spila eftir fordómafullum reglum.

Eftir kalt jólaborð hjá Guðbjörgu og Magnúsi héldum við í bæinn þar sem poppvélin okkar var prufukeyrð og stóð sig með prýði. Ég byrjaði á og kláraði Bikini Planet sem er þokkalegasti lestur, alvöru kiljubókmenntir.

Comments are closed.