Monthly Archive: June 2003

Sérpöntun

Já… í vinnunni gerði ég sérpöntun á stórum SCSI-diskum og mér til mikillar furðu birtust þeir klukkutíma seinna með DHL. Ótrúlegur hraði. Áhugaverð tíðindi af tölvuleikjum og ritskoðun vestan um haf.

Sælukot – Selfoss – Reykjavík (og Mýrin)

Eftir morgunmat var röðin komin að Mýrinni, eftir Arnald Indriðason, í lestrarpakkanum. Fyrsta bókin sem ég les eftir þennan konung íslenskra sakamálasagna og hún reyndist vera fantagóð. Gaf Ian Rankin hvergi eftir né öðrum...

Samúel, The Worthing Saga og gestir

Aftur hoppuðum við snemma á fætur, reyndar á nákvæmlega sama tíma og í gær. Líkamsklukkan að virka í sveitinni? Las Samúel í dag. Tja… hvað skal segja. Enn ein íslensk angistarbókin um firringu geðveiks...

Vísindi Discworld, Little People og The Eternity Code

Vöknuðum eldsnemma í sveitaloftinu og trítluðum framúr fyrir 9, ekki mjög algengt um helgar. Eftir lestur um morguninn héldum við á Hellu á Kristján X til að fá okkur hamborgara. Við lentum inn í...

Reykjavík – Selfoss – Sælukot

Náði í hjólið mitt í viðgerð í dag, einhver skál sem hélt utan um legurnar var farin að springa og það þurfti víst bara að skipta um hana. Eftir vinnu skruppum við Sigurrós á...

Lífstíðarsvipting

Skrapp í útibúið á Selfossi í dag og kætti þar viðstadda með spánýrri tölvu og TFT-flatskjá sem ég smellti upp hjá þeim í stað eldri (mun mun eldri) vélar. Á heimleiðinni dúkkaði upp einhver...

Týnda skrifstofan

Fínn dagur í vinnunni, það fannst skrifstofa þar sem ég mun hafa aðsetur. Fannst í bókstaflegri merkingu, allir höfðu gleymt henni þar sem hún var bak við skáp og kaffivélin þar nálægt þannig að...

Heillaóskir

Já, heillaóskir til Bjarna og Unnar. Ég hef heyrt því fleygt að ég gangi upp að altarinu á þessum áratug en sel það ekki dýrara en ég keypti það. Áhugavert: US intelligence hoax hits...

Rassaspark

Allur að verða hinn kátasti núna, öndun að komast í lag. Fyrsta grill sumarsins í dag, grilltæknin aðeins farin að ryðga en kemst fljótlega í lag. Í gær gleymdi ég auðvitað að minnast á...