Sælukot – Selfoss – Reykjavík (og Mýrin)

Eftir morgunmat var röðin komin að Mýrinni, eftir Arnald Indriðason, í lestrarpakkanum. Fyrsta bókin sem ég les eftir þennan konung íslenskra sakamálasagna og hún reyndist vera fantagóð. Gaf Ian Rankin hvergi eftir né öðrum sakamálahöfundum sem ég hef lesið.

Eftir að hafa kvatt Örn og Regínu gengum við frá eftir okkur og héldum heim á leið með viðkomu á Selfossi þar sem við þáðum veitingar á nýja pallinum hjá tengdó.

Sigurrós segir svo sína ferðasögu í dag. Þetta var hin ágætasta hvíld og gaman að geta lesið almennilega svona af og til.

Comments are closed.