Lífstíðarsvipting

Skrapp í útibúið á Selfossi í dag og kætti þar viðstadda með spánýrri tölvu og TFT-flatskjá sem ég smellti upp hjá þeim í stað eldri (mun mun eldri) vélar.

Á heimleiðinni dúkkaði upp einhver drapplitaður station bíll í rassinum á mér og hélt sig þar sveigjandi til og frá að kíkja allt þangað til að við komum að Kömbunum. Þá fór ég yfir á vinstri akrein þar sem tvöfaldast til að fara framúr hægfara bíl, haldiði ekki að drapplitaði félaginn hafi þá gert sér lítið fyrir og farið framúr mér.. yfir tvöfalda línu í brekku í beygju í Kömbunum! Ég flautaði auðvitað á fávitann og langaði svo innilega til að spýtta sjálfur í og elta heilaskaddaða manninn uppi og taka af honum bíllykla og ökuskírteini. Þetta gerði ég þó ekki enda hefði það getað valdið slysum.

Fyrir svona ótrúlegan fávitagang ættu menn að missa skírteinið til æviloka, ekkert flóknara en það. Þetta er eins og að ganga um með hlaðna byssu niðrí bæ og sveifla henni um, þú getur drepið einhvern á augabragði með svona asnaskap. Svona menn á að svipta á staðnum og þeir eiga ekki að sjást á götum úti nema sem farþegar eða þá á reiðhjóli eða fótgangandi.

Comments are closed.