Verkefnið gengur bærilega, vefgrindin komin upp ásamt DAOgrindum, helstu EJB-baunum og servlettum. Lítur þokkalega út fyrir föstudaginn þegar Beta-skil fara fram. Þá eigum við að sýna að forritið virki í aðalatriðum, þeir hnökrar sem finnast þá eiga að vera mjög léttvægir og auðleysanlegir fyrir sjálfan skiladaginn á þriðjudeginum þar á eftir.
Stefán Pálsson varpaði fram hugmynd nú um daginn varðandi okkur stuðningsmenn enskra liða sem að styðjum ekki stóru liðin. Áhugaverð hugmynd, held að stórveldið (já!) Sheffield Wednesday sé það virkasta hér á landi af þessum “minni” liðum, a.m.k. eru öll úrslit uppfærð samdægurs á vef stuðningsmanna þess.
Ætli maður styðji ekki þetta framtak með ráð og dáð, annars munu engir litir sjást aðrir en rauður hér á götum úti (litir þriggja sigursælustu liðanna í Englandi).
Ökufáviti dagsins er ökumaður TJ 679 sem fór yfir 3 rauð ljós á Sæbrautinni og ók á líklega 140. Þetta er lítill gulur bíll og þó nær bílstjórinn rétt upp fyrir stýrið. Ætti að kippa svona geðsjúklingi af götunni hið snarasta.
Haukur bróðir er 26 ára í dag. Of hár aldur fyrir litla bróður! Það þýðir að ég sé enn eldri.
Áhugavert: