Seint að sofa eða snemma í háttinn?

Gærnóttin var svefnlaus hjá mér, sat til hálf-átta í morgun við að berja saman hönnunarskýrslu sem átti að skila í dag. Námsþreyta orðin talsverð nú á þriðju önn ársins hjá mér og notkun á .jsp-síðum að ergja mig þar sem að þær eru í mínum huga mun verri kostur en bæði .php og .asp. Það er hins vegar ekkert val um það í þessu verkefni. Nóttin leið í félagsskap Bolta, Beyglu og annara sem ekki ganga undir álíka nöfnum.

Lagði mig þegar ég kom heim og fór svo í vinnu upp úr hádegi. Kvöldið farið í smá afslappelsi en bjó þó til smá fítus sem að verkefnið okkar mun styðjast við, gengi hlutabréfa á íslenska markaðnum. Þar sem að Icex myndi rukka okkur um 100 þúsund krónur fyrir að hafa alvöru rauntímagögn (sem þarf að auki að seinka um 30 mínútur) þá bjó ég bara til okkar eigin hlutabréfaveröld. Þetta er ekki alvöru gengi bréfa í þessum hlutafélögum! Vissara að slá varnagla svo að maður verði ekki lögsóttur fyrir rangar upplýsingar.

Þörf grein í Mogganum um dreifingu mynda á netinu. Þetta hefur mér alltaf verið þyrnir í auga og þó að ég opni póstinn og skoði innihaldið þá áframsendi ég það aldrei ef mér sýnist að efnið sé niðurlægjandi fyrir viðkomandi. Suma er þó hægtnefna sem að vita fátt skemmtilegra en að velta sér upp úr útliti og hegðun annara.

Netsambandið hérna heima hefur verið afskaplega ótraust í dag, ADSL-tengingin dottið niður af og til í lengri tíma. Í 8007000 fæ ég bara símsvara og svo þegar gefa á mér samband við almennan þjónustufulltrúa fæ ég bara gamla “du-du-du”, línurnar hjá þeim kannski rauðglóandi?

Sigurrós bendi ég á einn mann sem að ergir sig á hringingum kirkjuklukkna. Ég ákvað að líta á björtu hliðina, maður sefur þá að minnsta kosti ekki það mikið frameftir á sunnudögum (kirkja í 30 metra fjarlægð frá okkur).


Þetta er magnaðasta sjálfsmorð sem ég hef lesið um held ég. Gerði sitt besta til að koma fólki ekki í uppnám og það virðist hafa virkað að hluta til.

Þegar veðurguðirnir eru manni ekki hliðhollir er sjálfsagt að friðþægja þá og hvað er betra til þess en naktir kvenmannslíkamar?

Þessi maður er búinn að búa til eigin Bachelor, konur sækja nú um í hrönnum að gerast eiginkona hans. Peningar eru alltaf lokkandi.

Ég held að þetta sé með verri jólagjöfum sem hægt er að gefa. Efast um að frúin hafi sama smekk og eiginmaður hennar.

Comments are closed.