Á spani

Potturinn sagði að Katrín Fjeldsted “fylgdi san[n]færingu sinni (hver gerir það ekki?)”. Hver gerir það ekki? Enginn annar en Vilhjálmur Egilsson sem lýsti því yfir að hann ætlaði að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu á þingi. Þar með fór hann á “ævarandi skömm” listann hjá mér, þegar að það er ekki hægt að treysta þingmönnum til að standa við eigin sannfæringu þá er orðið lítið gagn í að hafa þá á þingi. Svo eru auðvitað örugglega fleiri á þingi sem greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu en básúna það ekki út, þeir eru verri ef eitthvað er.

Annasamur dagur í vinnu og tveim lokaverkefnum (jólaverkefnið og svo lokaverkefnið). Sést alls staðar í mýflugumynd.

Gömlu hjónin fyrir neðan okkur eru að flytja út, búin að fá íbúð við Hrafnistu. Hvorugt í nógu góðu ástandi fyrir stigana hérna. Áhugasömum er bent á að íbúðin fer á sölu einhver tímann í janúar, stór íbúð á besta stað. Þetta verður ekki undir 20 milljónum hugsa ég.

Comments are closed.