Monthly Archive: March 2002

Símaskráin góðan dag

Fékk vírus í dag sendan, sem er ekkert nýtt, nema að þessi kom frá simaskra@simi.is. Hversu margir ætli hafi fengið hann þennan? Annars var þetta fínn dagur í vinnunni, mér finnst langskemmtilegast þegar ég...

Klippi klipp

Kláraði þessi 90% sem eftir var að klippa, 100 .rm skrár bíða þess núna að verkefnið okkar fari af stað og þær fljóti með. Sunnudagar eru oft í slappari kantinum. Verð að fara að...

Sunnudagur?

Veit ekki hvað málið er en mér finnst eins og það sé sunnudagur í dag. Þar sem að allt segir mér hins vegar að það sé laugardagur þá er ég að græða einn auka...

BRA 6-1 ISL

Já ekki voru það glæsileg úrslitin sem maður fann á vefnum í dag. Varalið Íslands flengt af varaliði Brasilíu. Sá svo á Eurosport í kvöld öll mörkin, þulurinn fræddi okkur um að mestu fagnaðarlætin...

Jói klippikrumla

Er búinn að sitja við það aðeins í kvöld að klippa niður mínútulanga hljóðbúta fyrir næsta skilaverkefni í Gluggaforritun. Við erum sumsé að fara að smella upp gagnagrunni yfir Vinsældarlista Rásar 2 1984-1987, og...

Íslenskt vefsamfélag

Bjarni var að varpa fram hugmynd að aukafítus sem að ætti að leyfa íslenskum vefleiðurum að sjá það hverjir eru að tengja á þá. Hugsunin er sú að einhver skrifar greinarkorn, og svo tengir...

Ofsatrú

Hef verið að glugga í það sem að menn hér á landi hafa skrifað um þáttinn sem var í gær um alþjóðavæðinguna. Ofsatrúarmennirnir hafa greinilega tekið upp trúarrit sín og berja nú með öllu...

Alþjóðavæðingin

Mjög góður fréttaskýringaþátturinn á RÚV áðan, þar sem margverðlaunaði fréttamaðurinn John Pilger fjallaði um hnattvæðinguna, og hvernig hún virkaði í raun (sem er talsvert ólíkt því sem að okkur er selt af framámönnum hennar)....

GoPro karfa

Eftir 6 mánaða hreyfingarleysi fór ég í dag aðeins að sprikla í GoPro-Landsteina körfu. Síðast þegar ég mætti í körfu minnir mig að það hafi verið í ÍR-húsinu gamla á móti Landakoti. Það hús...

Eyðimerkurblómið

Sigurrós tók um síðustu helgi mynd af framtíðarheimilinu okkar, ég skannaði hana svo inn í gær. Eins og sjá má er Sigurrós miklu betri ljósmyndari en sá sem tók hina myndina. Ég vissi það,...