BRA 6-1 ISL

Já ekki voru það glæsileg úrslitin sem maður fann á vefnum í dag. Varalið Íslands flengt af varaliði Brasilíu. Sá svo á Eurosport í kvöld öll mörkin, þulurinn fræddi okkur um að mestu fagnaðarlætin hefðu verið þegar Íslendingar potuðu sínu marki inn. Ég leyfi mér að efast um að aðalliðið okkar hefði tapað svona illa fyrir aðalliði þeirra. Við erum orðnir nokkuð þéttir þó að Atli sýni af og til ótrúlega takta í vali á leikskipulagi og leikmönnum.

Held að þarna hafi bara komið í ljós að þó að við getum teflt fram góðu byrjunarliði þá er breiddin voðalega lítil, sem er bara eðlilegt ef við lítum á íbúafjöldann.

Comments are closed.