Íslenskt vefsamfélag

Bjarni var að varpa fram hugmynd að aukafítus sem að ætti að leyfa íslenskum vefleiðurum að sjá það hverjir eru að tengja á þá. Hugsunin er sú að einhver skrifar greinarkorn, og svo tengir einhver annar yfir á það greinarkorn í svari, en sá sem skrifaði upphaflegu greinina hefur ekki hugmynd um andsvarið sem hann fékk.

Þessi nýjung sem er að gerjast í maganum á Bjarna ætti því að auka flæði milli manna, þannig að skeytin geta flogið hraðar og oftar á milli (hvort það er til góðs eða ills fer eftir þeim sem senda skeytin).

Þetta er fínasta hugmynd, en spurningin er sú hvort að Egill (NagPortal) og Bjarni (RSS) ættu ekki að taka höndum saman, eða að minnsta kosti ráðfæra sig við hvorn annan. Ég held nefnilega að XML-hugmyndin sem ég potaði í magann á Agli muni spara þeim báðum erfiði þar sem þeir eru báðir (kauplaust og af eigin hvöt) að spöglera í að bæta þjónustur sínar.

Það er ekki spurning að framtak þeirra beggja gerir íslenskt vefsamfélag mun virkara en það hefði ella verið. Þeir sem að eru að nöldra í þeim ættu að hafa það í huga, þetta er ókeypis þjónusta sem að kostar þá sem veita hana vinnu. Virðið það og allir lifa farsælir til æviloka. Vonandi.

Comments are closed.