Jói klippikrumla

Er búinn að sitja við það aðeins í kvöld að klippa niður mínútulanga hljóðbúta fyrir næsta skilaverkefni í Gluggaforritun. Við erum sumsé að fara að smella upp gagnagrunni yfir Vinsældarlista Rásar 2 1984-1987, og gera MFC-forrit sem viðheldur honum, sem og vef sem að birtir upplýsingarnar úr grunninum. Til að skreyta þetta aðeins vefmegin er ég búinn að redda mér gommu af lögum sem er að finna á þessum listum, og ætla að leyfa þeim sem skoða að heyra fyrstu mínútu hvers lags (nöfnin segja manni stundum ekki mikið).

Björgvin er óánægður með að útlitið sem hann gerði hafi verið stolið. Þetta verður maður að lifa við á netinu, hver sem er getur stolið frá manni, en magnið er hins vegar svo mikið að það er spurning hvenær maður er frumlegur. Ég held að útlitið sem að ég setti á World Football sé frumlegt, menn hafa hins vegar miskunnarlaust reynt að stela bandvíddinni minni. Eins og ég sagði í bréfinu til Björgvins, þá er árangurinn sem hægt væri að ná ef að farið væri í hart, ekki virði tímans, vesensins né peninganna sem að þyrfti að leggja fram.

Áhugavert:

  • Sir Charles speaks — as usual
  • Comments are closed.