Uncategorized

Ísl-enska

Í gegnum hvar.is raks ég á forn-enska textann THE ORIGINAL CHRONICLE OF ANDREW OF WYNTOUN, mjög áhugavert fyrir okkur sem erum ekki menntuð í málvísindum að skoða hvernig enskan leit út á þessum tíma, rétt um 1400 eftir Krist. Skemmtileg ísl-enska.

Uncategorized

Pílukast í stærðfræðikennslu

Það var eins og við höfum komist að sjálfir í vinnunni. Pílukast skerpir á stærðfræðikunnáttunni: Darts players ‘amazing at maths’. Vorum ekkert smá ryðgaðir fyrst að reikna út einfaldar summur og margfeldi en svo komst þetta í gang.

Í lokin er hérna svo tengill á dansandi vélmenni. Af því bara.

Uncategorized

The Incredibles

Kíktum í kvöld á The Incredibles. Fínasta teiknimynd sem er með góðri fullorðins undiröldu sem að krakkarnir taka ekki eftir.

Reyndar stóð þetta tæpt á tímabili þegar við komumst að því að vikugömul mynd var komin í kjallaraholuna í Háskólabíói, sem betur fer náðum við í tæka tíð til að sjá myndina í almennilegum sal í Mjóddinni.

Þessi fáránlega tilhögun kvikmyndahúsanna, að sýna sömu myndina í öllum sölum og skipta henni út eftir viku, gerir líkurnar á því að ég fari í bíó enn minni en ella.

Uncategorized

Banda Aceh og framtíðarsýnir fyrri tíma

Þessar myndir frá Banda Aceh (sem varð einna verst úti í flóðbylgjunni ógurlegu) sem sýna fyrir og eftir atburðinn gera manni ljóst hvers konar ógnarafl fór þarna um og hversu lítið stendur eftir. Fleiri álíka svakalegar myndir að finna á þessari síðu.

Las í dag Gateway eftir Frederik Pohl. Síðasta bókin í jólalesningu minni úr bókaflokknum Millenium SF Masterworks.

Bækurnar sem ég las að þessu sinni voru með margar sameiginlegar pælingar, offjölgun mannkyns, fæðuskortur og hvernig heilsuþjónusta er orðin einungis fyrir hina efnuðu.

Framtíðarsýn sem sífellt færist nær raunveruleikanum.

Uncategorized

Lord of Light

Litum í dag á litlu jólin hjá föðurfjölskyldunni.

Las svo í dag Lord of Light eftir Roger Zelazny. Mjög svo öðruvísi skáldsaga sem gerist í fjarlægri framtíð þar sem fyrstu landnemarnir á nýrri plánetu hafa náð að koma sér í guða tölu og sækja þar í rann indverskra trúarbragða.

Uncategorized

Lesefni á nýju ári

Þá fann maður loks skýringuna á því af hverju setningin “The quick brown fox jumps over the lazy dog” er alltaf í leturgerðadæmum. Ígildi setningarinnar “Salvör grét af því að úlpan var ónýt”, reyndar þyrfti að bæta smá við í hana þar sem hún var smíðuð til að innihalda alla séríslenska stafi.

BitTorrent er búið að heltaka Internetið, smá spjall við höfund þess í Wired.

Hamfarirnar við Indlandshaf voru grimmar, þessi maður missti 72 ættingja á einu bretti.

Uncategorized

Ársyfirlit

Árið 2004 reyndist mjög viðburðaríkt bæði í einkalífinu og heiminum.

Ég ætla að renna lauslega yfir það, en sleppa neikvæðninni og minnist því ekki aukateknu orði meir á Íraksstríðið, fjölmiðlafrumvarpið og aðra skandala ríkisstjórnar, kennaraverkfallið eða fleiri skammarleg mál Íslendinga.

21. apríl settum við Flókagötuna á sölu.

4. maí var mér boðin ný vinna sem ég þáði og dró aðrar umsóknir til baka, enda sú sem mér fannst mest spennandi. 6. maí lauk ég loks námi í tölvunarfræði. 3 ára námi lokið á 5 árum.

27. maí festum við svo kaup á nýrri íbúð og seldum um leið á Flókagötunni. Þægilegt að gera þetta svona með klukkutímamillibili á sama stað. Það vantar ekki að við pössum upp á skipulagninguna.

6. júní mættum við svo í brúðkaup Óskars og Sóleyjar og 19. júní í brúðkaup Báru og Jóns Grétars.

Í millitíðinni hafði ég mætt í mína eigin útskrift og fengið þar plagg upp á B.Sc. gráðuna.

29. júní fluttum við yfir í Betraból útgáfu 2 þar sem við unum okkur vel í dag.

EM var á fullu þennan tíma og lauk svo 4. júlí með úrslitum sem skapraunuðu mér mjög.

5. júlí dúkkuðu hins vegar upp tveir Hollendingar sem við lóðsuðum um þvert yfir Suðurlandið. Indælis fólk og skemmtilegur tími með þeim. Við höfðum náð að klára Arnarsmárann áður en þau komu og þau fengu svo að sjá tóma Flókagötuna áður en við skiluðum Betrabóli hinu fyrsta.

Jolöndu grunaði ekki að Jeroen hefði haft leynilegt samráð við okkur og því kom bónorðið henni á óvart. Ég á enn eftir að klára myndbandið frá ferðinni og stóru stundinni og senda þeim.

Við tók svo ágætis tími í einkalífinu fram eftir árinu.

Ákvað að gamni að fá smá lista yfir þær kvikmyndir og bækur sem ég mundi eftir að rita í dagbókina og sá/las í fyrsta sinn í ár.

Svona var það!

Uncategorized

The Forever War

Las í dag The Forever War eftir Joe Haldeman. Nöturleg lýsing af hernaði og skriffinsku, stóri bróðir við völd og líf á jörðu frekar mér lítt að geði.

Bókin var skrifuð með Víetnam-stríðið í huga en á vel við í dag og því miður, líklega næstu aldirnar. Góð lesning.

Uncategorized

Hóst!

Virðist sem flensukríli hafi krækt í mig. Smá hiti en ekki mikill.

Uncategorized

Jólagjafir enn að berast

Sko til! Hvað hef ég ekki sagt um það þegar fólk fer lasið í vinnuna gegn mínum ráðleggingum!

Læknirinn segir að fólk eigi að halda sig heima á meðan þeir eru veikir bæði til að fara vel með sjálfa sig og ekki síður til að smita ekki aðra í kringum sig.

Sigurrós náði í dag að sækja á pósthúsið jólapakka sem tafðist í póstinum. Sem endranær pöntuðum við af óskalistum hvors annars hjá Amazon.co.uk, en vorum í seinna falli þetta árið.

Amazon klauf pantanir okkar beggja niður í tvær sendingar af einhverjum ástæðum, stærri pakkinn fyrir hana og minni pakkinn fyrir mig náðu í hús fyrir jól en það þýddi að stærri pakkinn fyrir mig og minni pakkinn fyrir hana voru enn á leiðinni.

Í stóra pakkanum sem ég fékk reyndist talsvert af góðgæti, ég byrjaði á því að fletta í gegnum The Art of the Discworld á meðan að From the Discworld hljómaði í græjunum.