Uncategorized

Ááááááiiii

Fréttavaktin áframsendi þessi tíðindi af föstudeginum 13. á mig.

Hins vegar rakst ég óvart sjálfur á fréttina um velska manninn sem skar af sér eistun eftir að hafa lagt þau undir í veðmáli um úrslit rúgbýleiks Wales og Englands þar sem Wales vann.

Uncategorized

Da Vinci code

Sigurrós kláraði að lesa The Da Vinci Code í gær og fékk mér til lestrar.

Ég las hana í nótt og fór afskaplega seint að sofa. Áhugaverðar pælingar í henni, og ef eitthvað þá eru svona aumingjaleg og illa ígrunduð andmæli bara til þess að gefa höfundinum meira vægi.

Uncategorized

Í augnablikinu getur verið…

Það er einhver hiksti hlaupinn í beininn (router) sem stýrir netsamskiptum Betrabóls við umheiminn. Svo virðist sem að við sveiflumst inn og út þessa dagana.

Ekki var þessi morgun glæsilegur, erum rétt komin frá heimilinu þegar bíllinn leikur á reiðiskjálf og undarlegir skruðningar berast, þjösnaðist í gegnum Kópavogsgjána og fór svo loks út í kant þar sem færi gafst og ég var ekki fyrir umferðinni, Sigurrós náði sér í leigubíl og hélt í vinnuna.

Aðstæður til dekkjaskipta voru ömurlegar og því hringdi ég í Vöku og pantaði bíl til að sækja mig og minn. Rétt eftir að ég er búinn að hringja sé ég tvo bíla frá Krók birtast í 10 metra fjarlægð, hinum megin við eyjuna. Þar er víst aðstaða þeirra. Sat þó og beið áfram.

Við rúntuðum svo með bílinn í Skipholtið þar sem Toyotunni var skilað alveg upp að dyrum og björgunaraðgerðir hafnar. Pabbi mætti á svæðið en hann hafði ætlað að stússast aðeins í Toyotunni og hafði farið fýluferð upp í vinnu á meðan að ég rúntaði um með bílinn á pallinum.

Í ljós kom að Vökumaðurinn var náfrændi minn, en við sjáumst svo sjaldan að við vissum ekkert hver hinn var. Pabbi lánaði mér svo sinn bíl og fór í stússið með Toyotuna. Glæsilegt alltaf að eiga hann að.

Úr umferðinni í gær er það annars að frétta að aftaníossi dagsins var ökumaður jeppans PN 923. Fær litlar þakkir fyrir það.

Uncategorized

Lífsmark og mikið í gangi!

Já, lesendur gætu hafa tekið eftir því að loks brast stífla hjá mér, 1242 færslur í röð, ein á dag, og svo bara ein og ein á stangli síðan þá.

Á bak við tjöldin hefur þó verið ýmislegt að gerast, meira gott en slæmt. Pabbi fékk að kynnast heilbrigðiskerfinu af eigin raun og þar er margt sem maður er ósáttur við.

Gleðilegri tíðindi eru þó þau að við Sigurrós höfum nú fengið kirkju, prest og fleira og munum gifta okkur í júlí. Tæknilega smáatriðið varðandi trúleysi mitt er yfirstíganlegt.

Uncategorized

Heilsan, bara fyrir hina ríku…

Eins og ég hef ítrekað minnst á þá er mér einstaklega illa við þá þróun sem er farin í gang hér á landi, þar sem efnaminna fólki er gert sífellt erfiðara fyrir að halda heilsu sem verður því einkaréttur hinna ríkari.

Þetta hefur grasserað í Bandaríkjunum, sem af mörgum er víst ótrúlega nokk talið fyrirmyndarríki. Rannsókn hefur nú sannað það sem margir hafa varað við: Study finds medical woes at root of many bankruptcies. Ef einhver verður fyrir slysi eða fær illvígan sjúkdóm er greinilega hægt að kveðja hugmyndir um sæmilegt líf nema maður sé þeim mun ríkari. Heilsuna eða peningana!

Uncategorized

Of augljóst fyrir ungt fólk?

Þetta er nú eitthvað sem mann grunaði: Old People See Big Picture Better.

Ungt fólk á betra með að nota viðmót sem er frekar einsleitt og smágert á meðan að eldra fólk vill frekar viðmót með miklum andstæðum.

Uncategorized

Ólympíuleikar klám?

Bandaríkjamenn slaga hátt upp í 300 milljónir og eru að auki enn margir í greipum púrítana sem voru hraktir frá Evrópu fyrir margt löngu. Því er svo sem varla hægt að undrast það þó að þar sé að finna fólk sem kvartar undan klámi á setningarhátíð Ólympíuleikanna.

Spurning hvenær Reuters kippir fréttinni af vefnum og læt því texta hennar fylgja hér með:

ATHENS (Reuters) – A clutch of complaints by U.S. viewers that the Athens Olympics opening ceremony featured lewd nudity has incensed the Games chief, who warned American regulators to back off from policing ancient Greek culture.

Gianna Angelopoulos warned the Federal Communications Commission watchdog, sensitive after a deluge of outrage when singer Janet Jackson’s breast was exposed at a Super Bowl game, not to punish NBC television that aired the Games.

Male nudity, a woman’s breast and simulated sex were the subjects of shrill complaints about the opening ceremony on August 13 which were posted by the FCC on its Web site.

“Far from being indecent, the opening ceremonies were beautiful, enlightening, uplifting and enjoyable,” Angelopoulos wrote in a weekend commentary in the Los Angeles Times titled “Since When is Greece’s Culture Obscene?”

“Greece does not wish to be drawn into an American culture war. Yet that is exactly what is happening,” she said.

Complaints focused on a parade of actors portraying naked statues. Among them were the Satyr and the nude Kouros male statues, both emblems of ancient Greece’s golden age.

Created by modern Greek dancer Dimitris Papaioannou and broadcast in the United States by NBC, the opening ceremony was credited with giving the Games a vitally successful start.

HISTORY OF EROS

“We also showed a couple enjoying their love of the Greek sea and each other. And we told the history of Eros, the god of love. Turning love, yearning and desire into a deity is an important part of our contribution to civilisation,” Angelopoulos said.

The FCC, whose authority only extends to U.S. media, has said it is looking into complaints, nine of which were listed on its Web site, but it was not clear whether a formal investigation would be launched.

Angelopoulos, who said the handful of U.S. complaints were dwarfed by the 3.9 billion people who watched the ceremony, had a blunt message.

“As Americans surely are aware, there is great hostility in the world today to cultural domination in which a single value system created elsewhere diminishes and degrades local cultures,” she said in her commentary.

“In this context, it is astonishingly unwise for an agency of the U.S. government to engage in an investigation that could label a presentation of the Greek origins of civilisation as unfit for television viewing.”

An FCC spokesman was not immediately available for comment on Monday, which is a public holiday in America.

Með fylgdu þessar myndir: 1, 2 og 3.

Uncategorized

Top Secret!

Það er svo að mín unga unnusta kynntist ekki því sama og maður gerði á sínum tíma. Árin fjögur sem skilja á milli skipta máli.

Því var það svo að í kvöld kynnti ég Sigurrós fyrir einni af mínum uppáhaldsmyndum fyrir tuttugu árum eða svo, Top Secret!.

Það er auðvitað ekki alveg eins að sjá hana fyrst núna eða að sjá hana með nostalgískum augum.

Uncategorized

Kasparov vs Pútín og Abu Ghraib

Kasparov berst nú ötullega gegn Pútín, hann er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af einræðislegum (les: fasískum) aðgerðum hans heima fyrir (og það er ekki eins og að við séum alls ókunn þess háttar aðgerðum hér heima).

Iraqi detainees who were stacked naked on top of each other in a now infamous Baghdad jail were no worse off than performing cheerleaders, a US court heard yesterday.

Já, smá pyntingar og niðurlæging og svona, þetta er bara allt í gamni gert ha?

Uncategorized

1242 og stopp, mannanöfn

Mannanafnanefnd samþykkti 60 ný nöfn á síðasta ári en hafnaði rúmlega 20. Mun algengara er að nöfn séu samþykkt en að
þeim sé hafnað.

Kvenmannsnöfn sem samþykkt voru voru m.a. Aurora, Kirsten, Maj, Natalie, Nicole, Susan og Tanya. Karlmannsnöfnin voru Christian, Cýrus, Ebenezer, Patrick, Snævarr og Zophonías.

Karlmannsnöfnin sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar eru m.a.: Adel,
Aðalbert, Atlas, Bambi, Díómedes, Elvin, Fúsi, Gaui, Grímnir, Jónar,
Kakali, Mattías, Nóvember, Orfeus, Sigur, Skuggi, Svörfuður, Tindar, Váli, Vilbjörn, Vígmar og Ylur.
(Textavarp.is)

Veistu, mig langar að vita hvaða fasistar hanga ennþá í því að það sé þeirra að ákveða hvað fólk kallar sig og börn sín!

Mig grunar sterklega að þeir heiti til dæmis þingmenn.

Annars þá er það helst í fréttum að eftir 1242 daga þar sem færsla hefur birst á hverjum degi hjá mér, þá lauk þeirri hrinu með þriggja daga hléi fyrir þessa færslu. 1242 dagar eru annars tæplega þrjú og hálft ár. Ekki amaleg hrina en hlaut að enda einhver tímann.