Uncategorized

Bullandi brakandi sól

Svei mér þá ef að ég er ekki að taka (rauðan) lit á handleggjunum eftir daginn í dag. Þvílík sól, þvílíkur hiti. Rétt rúmlega 20°C hiti og ég var ekki að þola við. Þvílíkt handónýtur sem ég verð í steikjandi sól og hita.

Doug Marlette sýnir íhaldssama postulann Ann Coulter í réttu ljósi!

Í Bandaríkjunum er nú lagafrumvarp í gangi sem bannar skattheimtu af netnotkun. Þetta er hið besta mál enda er nauðsynlegt að netaðgangur sé sem víðast og sem ódýrastur. Netið getur skapað stéttaskiptingu mjög auðveldlega.

Nú er búið að kljúfa Mozilla út úr AOL-skrímslinu og stofna sér félagsskap um það. Menn þar eru bjartsýnir og vilja bola IE burtu í krafti þess að vera með betri vafra. Sjálfur nota ég Mozilla bæði fyrir vefráp og sem póstforrit og vona það besta en býst ekki við miklu.

Smá fróðleikur fyrir tæknifólkið, hvernig búa skal til tölur af handahófi.

Innan áratugs ætti blint fólk að geta fengið einhverja sjón með hjálp rafeindaaugna.

Uncategorized

Englarnir

Við fórum í kvöld í bíóið með verstu sætum Íslandssögunnar. Myndin sem varð fyrir valinu í bíóinu með verstu sæti sem hingað hafa verið flutt var Charlie’s Angels: Full Throttle.

Myndin var brilljant konfekt fyrir heilastúkuna og litla heila. Hasar, fyndni (jæja smá fyrir stóra heila), brögð, brellur og fullt fullt af kynþokkafullum atriðum sem tóku sig mátulega hátíðlega. Þetta er sko ekki mynd sem maður fer á til að skoða söguþráðinn, þetta er mynd sem maður fer á til að kæta frumhvatirnar. Þessi er mjög líkleg til að enda í DVD-safninu okkar.

Ekki spillir Cameron Diaz fyrir, hún hefur sýnt það á sínum ferli að hún er ekki bara þrusukroppur og fyndin heldur þrusuleikkona þegar þess er krafist af henni. Hún getur bara allt!

Eitthvað gengur illa hjá Rumsfeld að greina rétt frá. Hver ætli hafi sagt Dabba og Dóra það sem fékk þá til að styðja innrásina afdráttarlaust? Ætli það hafi ekki verið öruggari heimildir en Bandaríkjamenn og Bretar? Ha? Ekki trúa þeir svona lygalaupum?

Jedúddamía! Æðsta þjálfaranámskeið Asíu fer fram þessa dagana og það er enginn annar en Howard Wilkinson sem leiðbeinir þar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Wilkinson karlanginn sérfræðingur í því að láta akkúrat ekkert gerast á knattspyrnuvöllum. Undir hans stjórn skoraði Sunderland þrjú mörk á þremur mánuðum eða eitthvað álíka á síðasta tímabili, og kolféll. Ansi eru Asíumennirnir óheppnir að fá þennan karlanga til sín.

Google að byrja með enn einn fítusinn, Froogle sem er bara tenglasafn á verslunarvefi.

Uncategorized

Já! Haha!

Um leið og ég kom heim í dag flaug ég niður tröppurnar og reif sláttuvélina út og tætti af stað, leist ekkert á svörtu skýin sem nálguðust óðfluga. Sló garðinn og rakaði svo saman með aðstoð Sigurrósar og þá loksins komst maður í kvöldmat. Svo skein sólin skært eftir þetta svona aðeins til að stríða manni að hafa frestað kvöldmatnum. Aðrir náðu líka að slá í dag.

Það vantar ekki að ofsatrúarmennirnir hjá WorldNetDaily eru paranojaðir, nýjasta hættan frá Írak er ekki Saddam Hussein, ekki vopn sem ekki voru til heldur kommúnistarnir! They have returned

Nú er komin út gagnrýni um svakalegasta leik allra tíma, Real Life: The Full Review. Við leikjafólkið kunnum afar vel að meta þessa grein.

Er að skoða tól sem auðvelda manni að passa upp á að skrár séu eins á tveim mismunandi tölvum (fartölva og borðtölva). Þetta er á Windows og ég er búinn að skoða nokkur en það væri gaman að vita hvað aðrir kjósa, þetta má helst ekki vera flóknara en svo (eftir uppsetningu og stillingu) en að notandi ýti á takka og skrár fljúgi á milli án vandkvæða. Póst má senda á mig með því að líta á lénsnafnið hérna og setja @ merkið í staðinn fyrir fyrri punktinn.

Uncategorized

Ei sláttur

Ekki voru aðstæður til garðslátts mikið betri í dag en í gær. Spáð er skárra veðri á morgun. Ég vona að svo verði því annars verður maður að redda sér ljá til að eiga séns.

Um gjörðir dagsins í dag má lesa hér.

Uncategorized

Afmælispartý og fleira

Fór í kvöld í sameiginlegt afmælispartý Jóa og Eddu skólasystur okkar. Þar var mættur Hrafnkell sem ég bauð fyrir hönd Jóa. Við félagarnir rijfuðum eitt og annað upp og uppfærðum nýjustu tíðindi af okkur og söknuðum félaga sem ekki voru á staðnum. Við Sigurrós fórum svo snemma heim, nú um miðnætti. Lítil partýdýr í okkur og ekki er ég að fara að brjóta skemmtistaðabindindi mitt eftir þau 3 ár sem ég hef notið þess að vera ekki inná heyrnarskemmandi og daunillum reykjarkófsstöðum.

Jæja ekki lærir maður af reynslunni. Í gær var brakandi sól og mér sýndist sem að svo ætti líka að vera í dag og frestaði því að taka sláttuvélina út og ráðast á grasið sem er orðið ískyggilega hátt aftur. Þegar ég vaknaði var rakt úti og svo þegar rigningin kom sá ég fram á að ég verð bara að vona hið besta varðandi morgundaginn. Ef það heldur áfram að rigna verður vonlaust að slá.

Í dag sótti ég svo Sigurrós á Selfoss en þangað skaust hún í gær með mömmu sinni. Fékk fínan kjúkling og súkkulaðinammi í eftirrétt.

Utanlandstengill dagsins er á söguna af Emmett Till, sorgarsaga sem sýnir ástandið í Suðurríkjunum á síðustu öld (þeirri tuttugustu!).

Uncategorized

Brakandi

Þvílík brakandi blíða sem kom í dag. Áður fyrr hefði mörgum fyrirtækjum verið lokað vegna veðurs, það er ekki tíðarandinn núna.

Hjólaði sem endranær úr vinnunni, skemmtilegra nú en oft áður í pollagalla. Þar sem konan mín stakk af úr bænum í dag þá nennti ég ekki að elda fyrir einn (einhleypingar fá mína samúð varðandi eldamennsku fyrir einn) og leit við á Subway. Hjólaði svo aðra leið heim en vanalega svona til að njóta veðursins og heilsa upp á ákveðinn mann.

Naut veðurblíðunnar á leiðinni, hún er svo sjaldan að maður veit aldrei almennilega hvað skal gera af sér.

Einhverjir tóku sig til og bjuggu til andbloggverðlaunin. Betri tíðindi af bloggi eru þau að sjálfboðaliðar hafa bloggað um reynslu sína í Bosníu þar sem þeir gera sitt besta til að aðstoða.

Viðskiptavinir Amazon og margra annara fyrirtækja kannast við það að Indverjar sinni símaþjónustu og margs konar notendaaðstoð, enda ódýrara vinnuafl. Þetta er hins vegar ekki að virka alveg nógu vel hjá greyunum sem vinna á næturvöktum í Indlandi þegar dagur er í Ameríku. Þeir eru víst margir sárlasnir og fárveikir á þessu.

Maður í Ameríkunni er orðinn þreyttur á því að fylgst sé innkaupaferli hans þegar hann notar afsláttarkortið sitt. Hver sem er getur því fengið afsláttarkort frá honum og notað það, allt skráist þetta á hans nafn og því ómögulegt að segja hvað hann eða aðrir keyptu í það sinn.

Úr hinum frábæra heimi vísindanna er svo það að frétta að ýmsir ofurkraftar eru handan við hornið fyrir okkur sem dreymdum um þá.

Svo virðist líka sem að heilinn á manni fái mann til þess að vanmeta eigin mátt… þetta kom í ljós í rannsókn á til dæmis slagsmálum skólabarna sem berja fastar en þau halda.

Að lokum er það svo að frétta að ég er 54% snobbari samkvæmt þessari könnun.

Uncategorized

Flutningar í raunheimum og rafheimum

Í dag er ég búinn að vera að skoða fartölvur fyrir vinnuna. Eftir að mín gaf upp öndina þá var þetta pínulítið freistandi að sjá það sem er í boði en það eru víst nokkrir mánuðir (ár!) þangað til maður hefur efni á nýrri. Tek á morgun ákvörðun um hvaða vél verður fyrir valinu, verður mikið notuð á flakki vélin og því batterílíf og hnjaskþol ofarlega á kröfulista.

Eftir kvöldmat skellti ég mér í 104 hverfið og hjálpaði þar til við að flytja dótið þeirra pabba og Daða sem voru að fá afhenta nýju íbúðina. Mjög skemmtileg íbúð, mikið geymslupláss, fínn bílskur með sérsalerni og stór garður (sem er tvíeggjað sverð þegar kemur að garðslætti).

Hrafnkell leyfði mér að prufa Movable Type kerfið í kvöld. Mjög áhugavert og má kannski slípa til að þörfum notenda.

Talandi um betra.is, þá er ég nú að leita að aðila sem vill leyfa mér að stinga vef/póstþjóninum í netsamband einhver staðar gegn örfáum þúsundköllum á mánuði. Gengur treglega að fá svör frá venjulegum hýsingarfyrirtækjum, ekkert borist enn. Sem stendur er þetta nefnilega í sambandi hjá mínum fyrrverandi vinnuveitanda og óþarfi að níðast mikið lengur á honum.

Pólitískur tengill dagsins: Why the CEO in Chief Needs an Audit

Uncategorized

Tæknimál og kvennamál

Já margt skrítið og sniðugt er að gerast í tæknimálum. Ekki er ýkja langt í það að maður geti orðið ósýnilegur eða svífi um á jónaskýi.

Enn nær okkur í tíma eru hins vegar góðar fréttir fyrir tölvunotendur. Vinnsluminni í tölvur sem gleymir engu þó slökkt sé á henni. Þetta þýðir að áhyggjulaust getur maður slökkt á tölvunni, ekki þarf að bíða eftir “shutting down” og þegar kveikt er á henni er það sekúndubrot sem tekur að kveikja á henni. Gæti sparað rafmagn og bjargað geðheilsu margra.

Í Bandaríkjunum er til fámennur hópur skrifstofumanna sem gerir sitt besta til að lifa James Bond lífi á Austin Powers fjárráðum. Þetta eru menn sem eiga kost á frjálsu hoppfargjaldi með vinnuveitanda sínum og nota það til að eiga stúlku í hverri… flugstöð?

Uncategorized

Bland í poka

Þrífætlingarnir var sjónvarpsefni sem ég sat límdur yfir í barnæsku minni (tengill fenginn frá Stefáni). Ef við bara ættum DVD-spilara í stofunni sem virkar… best að hamra áfram á Samsung.

Góðar líkur eru á því að ég hafi tekið óafvitandi þátt í fjárglæp þegar ég fór í Eiffel-turninn árið 1998. 10 miðasölumenn prentuðu út ólöglega miða og hirtu peningana, talið er að þetta séu rúmar 90 milljónir króna sem þeir hafa viðað að sér svona yfir 10 ár.

Ekki veit ég hvernig endurvinnslumálum farsíma er háttað hér á landi. Í Bandaríkjunum taka fyrirtæki við símunum og selja svo til 3ja heims landa.

Eins og allir vita erum við leikjafólkið alls ekki feimið fólk, það sýna bæði rannsóknir og bækur um það mál.

Sonja bendir á fína grein um stráka, alhæfingar og stimplanir leiða sjaldan til góðs.

Saga Líberíu er ágætis eftiröpun á sögu Bandaríkjanna. Smá yfirferð hérna um það.

Að lokum er þess að geta að svo virðist sem að líkamshreyfingar okkar hafi áhrif á líðan, hvort maður kinkar kolli játandi eða hristir hausinn neitandi hefur meiri áhrif en mann grunar.

Uncategorized

Minning, vondir viðskiptahættir, geðveiki og hamingja

Fórum í dag í minningarathöfn Dússýar. Falleg athöfn, guðleysinginn ég átti reyndar pínu erfitt einstaka sinnum að sitja undir því allra helgasta sem séra Pálmi las upp úr ljósari hluta Biblíunnar (sem væri þá Nýja Testamentið sem er andstæða þess Gamla í boðskap).

Eftir kaffisamsætið héldum við heim og þar gekk Sigurrós í málin, hef ég sagt frá því að mér finnst æðislegt þegar hún er að urra á annað fólk (sumsé ekki mig!) sem á það skilið? Jæja mér finnst það að minnsta kosti.

Að öðrum málum, Joseph Farah er alvarlega siðferðislega þjáður maður. Hann er núna að hefja herferð gegn hæstaréttardómurunum sem sögðu að það væri einkamál tveggja karlmanna ef þeir hefðu mök saman. Þetta gæti nefnilega leitt til hjónabanda samkynhneigðra, ættleiðinga samkynhneigðra, kynlífs með dýrum, hópkynlífs, sifjaspella, fjölvændis og aðstoð við líknardráp. Skelfilegur heimur!

Kanadamenn eru með húmorbeinið á réttum stað og vilja endilega fá smá fjör, innrás Bandaríkjanna er hvort sem er réttlætanleg!

Keypti Soundblaster Live 5.1 (sæmilegt hljóðkort sem kostar 4.900 krónur) í dag og þetta er allt annað líf. Ekki ein einasta endurræsing (hingað til…) og þetta er bara allt annar leikur með svona hljóðkorti.