Afmælispartý og fleira

Fór í kvöld í sameiginlegt afmælispartý Jóa og Eddu skólasystur okkar. Þar var mættur Hrafnkell sem ég bauð fyrir hönd Jóa. Við félagarnir rijfuðum eitt og annað upp og uppfærðum nýjustu tíðindi af okkur og söknuðum félaga sem ekki voru á staðnum. Við Sigurrós fórum svo snemma heim, nú um miðnætti. Lítil partýdýr í okkur og ekki er ég að fara að brjóta skemmtistaðabindindi mitt eftir þau 3 ár sem ég hef notið þess að vera ekki inná heyrnarskemmandi og daunillum reykjarkófsstöðum.

Jæja ekki lærir maður af reynslunni. Í gær var brakandi sól og mér sýndist sem að svo ætti líka að vera í dag og frestaði því að taka sláttuvélina út og ráðast á grasið sem er orðið ískyggilega hátt aftur. Þegar ég vaknaði var rakt úti og svo þegar rigningin kom sá ég fram á að ég verð bara að vona hið besta varðandi morgundaginn. Ef það heldur áfram að rigna verður vonlaust að slá.

Í dag sótti ég svo Sigurrós á Selfoss en þangað skaust hún í gær með mömmu sinni. Fékk fínan kjúkling og súkkulaðinammi í eftirrétt.

Utanlandstengill dagsins er á söguna af Emmett Till, sorgarsaga sem sýnir ástandið í Suðurríkjunum á síðustu öld (þeirri tuttugustu!).

Comments are closed.