Bland í poka

Þrífætlingarnir var sjónvarpsefni sem ég sat límdur yfir í barnæsku minni (tengill fenginn frá Stefáni). Ef við bara ættum DVD-spilara í stofunni sem virkar… best að hamra áfram á Samsung.

Góðar líkur eru á því að ég hafi tekið óafvitandi þátt í fjárglæp þegar ég fór í Eiffel-turninn árið 1998. 10 miðasölumenn prentuðu út ólöglega miða og hirtu peningana, talið er að þetta séu rúmar 90 milljónir króna sem þeir hafa viðað að sér svona yfir 10 ár.

Ekki veit ég hvernig endurvinnslumálum farsíma er háttað hér á landi. Í Bandaríkjunum taka fyrirtæki við símunum og selja svo til 3ja heims landa.

Eins og allir vita erum við leikjafólkið alls ekki feimið fólk, það sýna bæði rannsóknir og bækur um það mál.

Sonja bendir á fína grein um stráka, alhæfingar og stimplanir leiða sjaldan til góðs.

Saga Líberíu er ágætis eftiröpun á sögu Bandaríkjanna. Smá yfirferð hérna um það.

Að lokum er þess að geta að svo virðist sem að líkamshreyfingar okkar hafi áhrif á líðan, hvort maður kinkar kolli játandi eða hristir hausinn neitandi hefur meiri áhrif en mann grunar.

Comments are closed.