Englarnir

Við fórum í kvöld í bíóið með verstu sætum Íslandssögunnar. Myndin sem varð fyrir valinu í bíóinu með verstu sæti sem hingað hafa verið flutt var Charlie’s Angels: Full Throttle.

Myndin var brilljant konfekt fyrir heilastúkuna og litla heila. Hasar, fyndni (jæja smá fyrir stóra heila), brögð, brellur og fullt fullt af kynþokkafullum atriðum sem tóku sig mátulega hátíðlega. Þetta er sko ekki mynd sem maður fer á til að skoða söguþráðinn, þetta er mynd sem maður fer á til að kæta frumhvatirnar. Þessi er mjög líkleg til að enda í DVD-safninu okkar.

Ekki spillir Cameron Diaz fyrir, hún hefur sýnt það á sínum ferli að hún er ekki bara þrusukroppur og fyndin heldur þrusuleikkona þegar þess er krafist af henni. Hún getur bara allt!

Eitthvað gengur illa hjá Rumsfeld að greina rétt frá. Hver ætli hafi sagt Dabba og Dóra það sem fékk þá til að styðja innrásina afdráttarlaust? Ætli það hafi ekki verið öruggari heimildir en Bandaríkjamenn og Bretar? Ha? Ekki trúa þeir svona lygalaupum?

Jedúddamía! Æðsta þjálfaranámskeið Asíu fer fram þessa dagana og það er enginn annar en Howard Wilkinson sem leiðbeinir þar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Wilkinson karlanginn sérfræðingur í því að láta akkúrat ekkert gerast á knattspyrnuvöllum. Undir hans stjórn skoraði Sunderland þrjú mörk á þremur mánuðum eða eitthvað álíka á síðasta tímabili, og kolféll. Ansi eru Asíumennirnir óheppnir að fá þennan karlanga til sín.

Google að byrja með enn einn fítusinn, Froogle sem er bara tenglasafn á verslunarvefi.

Comments are closed.