Uncategorized

Meðferðarpæling

Ökufantar : skyldunámskeið þar sem þeir eru bundnir niður í hjólastóla og kjafturinn víraður opinn svo þeir slefi á sjálfa sig á meðan að þeim er gerð grein fyrir því hversu mikla ábyrgð maður beri í umferðinni. Leyfa þeim aðeins að fá smá nasaþef af lífi eftir bílslys.

Uncategorized

Íbúðarkaup og umferðaridjótar

Skruppum til mömmu í kvöld og þar fréttum við að þau festu kaup á raðhúsi í dag. Stórglæsilegt, þau seldu núna fyrir nokkru og fundu loksins eitthvað sem þeim leist vel á.

Í dag var ég svo næstum fórnarlamb umferðarslys, var að fara að beygja á gatnamótunum hérna við Flókagötuna þegar ég sé útundan mér einhvern mannapa á jeppa koma blússandi og yfir á gjörsamlega rauðu og hefði tekið mig beint í bílstjórahurðina hefði ég ekki neglt niður.

Hann þaut yfir og stoppaði svo á næsta rauða ljósi, mér var skapi næst að taka U-beygju og veita honum smá lexíu.

Bíll í umferð er STÓRVARASAMT drápstæki! Þetta er ekki mjög flókið! EINBEITA SÉR AÐ AKSTRINUM! Ekkert kjaftavaðalsdæmi, engar símasamræður… þú ert að stjórna byssukúlu sem vegur frá hálfu og upp í mörg tonn og skalt sko gjöra svo vel og fara varlega. Manndráp af gáleysi er bara fínlegra hugtak yfir manndráp vegna alvarlegrar vitsmunabilunar (gáleysi í umferð) sem á að svipta fólk ökuréttindum fyrir ævilangt.

Ég held að það sé málið… þú missir ökuskírteinið ef þú sýnir vítavert gáleysi… það gæti kannski hvatt suma idjótana til að einbeita sér að akstrinum.

Já mér er fúlasta alvara, það er ekkert fyndið við að sjá dautt eða örkumlað fólk vegna fíflaskapar í umferð, þeirra eða annara.

Herða ökuleyfissviptingar… ekki endilega sem refsingu heldur sem einfaldlega bestu aðferðina til að halda fávitunum af götunum og andskotinn hafi vælið í þeim um mannréttindi að hafa ökuskírteini, um leið og þú sýnir að þú ert ekki fær um að vera vakandi í umferðinni ertu ekki hæfur að vera undir stýri.

Uncategorized

Badabúmm

Jæja já. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá mér.

Vefþjónninn lá niðri í gærkveldi og fyrri partinn í dag og það má að hluta til skrifa á mig… og mysql gaurana!

Var að keyra stóra en ekki flókna fyrirspurn í gagnagrunn og hún gjörsamlega yfirtók vélina, allar þjónustur frusu og ekki hægt að komast inn á hana hvorki á vef, ftp né ssh. Hún svaraði þó pingi.

Restart í dag leysti vandann… og rétt áðan frysti ég heimavélina með svipaðri fyrirspurn… ekki furða að maður er farinn með stóru hlutina í postgresql.

Uncategorized

Skólarnir byrjaðir… í Rússlandi

Þá eru skólarnir byrjaðir í Rússlandi og það er sitt hvað þar á námsskránni sem ekki er kennt hér. Viðbrögð við gíslatöku, nauðgurum og eldsvoðum. Reyndar er líka tekið fram að heimaverkefni eiga að vera lítil fyrir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga en meiri þá á þriðjudögum og fimmtudögum.

Uncategorized

Hafrar mjólkaðir

Þar sem ég var að sinna þrifnaðarskyldum við sjálfan mig fór ég að pæla í því hvernig í ósköpunum maður mjólkaði hafra (Oat Milk and Honey baðsápa).

Svarið er víst að finna hérna og lesa má meira um þetta hérna.

Uncategorized

Cassiopeia A og QBIC

Þessi mynd er ótrúlega flott! Þetta er nú bakgrunnurinn hjá mér á skjáborðinu.

Verið að læra í dag, þar ber hæst að stauta sig áfram úr Efficient and Effective Querying by Image Content greininni og leita uppi skyldar greinar.

Uncategorized

Óbein kennsla

Már bendir á alveg einstaklega áhugaverðar síður í dag, Tölvulæsi indverskra götubarna. Mér finnst svona lagað alveg brilljant, munurinn á milli þeirra sem geta notað sér kraft tækninnar og internetsins til að afla sér upplýsinga, og þeirra sem ekki leggja í það né kunna, verður aðalmálið þessa öldina.

Bruce Almighty er bara þokkalegasta ræma.

Uncategorized

Klæði sem mig langar í!

Ég fann flíkina sem mig vantar! ScotteVest!

Ég er oft með lítinn bakpoka sem ég geymi þá veskið, síma, lykla og fleira sem maður tekur með sér og aðrir geyma í töskunum sínum. Ég hef bara ekki fundið þægilega litla tösku sem mér finnst sniðug, þessi jakki fer langt með að uppfylla það sem mig vantar.

Mig grunar hins vegar að tískulögga heimilisins sé ekki eins áfjáð í svona.

Uncategorized

Bandaríkin afvopni sig líka

Bandaríkjamenn eru vinsamlegast beðnir að afvopna sjálfa sig af kjarnorkukallinum hjá Sameinuðu þjóðunum. Líst vel á þetta.

Þá er maður búinn að mæta í alla tíma og sjá hvernig landið liggur fyrir veturinn. Ógnarmikil vinna en talsverður hluti af því er sjálfstæð rannsóknarmennska, ég er svo miklu meira til í það en endalausar forritunaræfingar sem er að finna í öðrum valáföngum. Lítur vel út bara.

Uncategorized

Matarþátturinn

Þeim sem langar til að vita meginuppistöðuna í mataræði okkar þá ber að geta þess að það eru kjúklingur og núðlur. Matreitt á ýmsan máta eins og þennan. Þarna er kjúklingurinn í þunnum bitum ásamt ananas, sveppum og bananabitum og þetta var allt steikt í BBQ-sósu. Aðeins villimenn sjóða matinn sinn, eina undantekningin eru núðlur og pasta ýmiss konar.

Mikil læti eru í Bandaríkjunum vegna þess að dómari smellti 2 tonna stöpli með boðorðunum tíu á lóð opinberrar byggingar og vill ekki fjarlægja hann. Nú er spurt, hvaða boðorð eru þessi tíu? Úr mörgu er nefnilega að velja.

Hryllingssögur má svo lesa í Etiquette Hell. Ég er svo sem ekki alltaf mikið fyrir það að fylgja einhverjum siðum sem virðast ekki hafa tilgang og hreinlega margir voða vitlausir en margt þarna er nú einum of.