Íbúðarkaup og umferðaridjótar

Skruppum til mömmu í kvöld og þar fréttum við að þau festu kaup á raðhúsi í dag. Stórglæsilegt, þau seldu núna fyrir nokkru og fundu loksins eitthvað sem þeim leist vel á.

Í dag var ég svo næstum fórnarlamb umferðarslys, var að fara að beygja á gatnamótunum hérna við Flókagötuna þegar ég sé útundan mér einhvern mannapa á jeppa koma blússandi og yfir á gjörsamlega rauðu og hefði tekið mig beint í bílstjórahurðina hefði ég ekki neglt niður.

Hann þaut yfir og stoppaði svo á næsta rauða ljósi, mér var skapi næst að taka U-beygju og veita honum smá lexíu.

Bíll í umferð er STÓRVARASAMT drápstæki! Þetta er ekki mjög flókið! EINBEITA SÉR AÐ AKSTRINUM! Ekkert kjaftavaðalsdæmi, engar símasamræður… þú ert að stjórna byssukúlu sem vegur frá hálfu og upp í mörg tonn og skalt sko gjöra svo vel og fara varlega. Manndráp af gáleysi er bara fínlegra hugtak yfir manndráp vegna alvarlegrar vitsmunabilunar (gáleysi í umferð) sem á að svipta fólk ökuréttindum fyrir ævilangt.

Ég held að það sé málið… þú missir ökuskírteinið ef þú sýnir vítavert gáleysi… það gæti kannski hvatt suma idjótana til að einbeita sér að akstrinum.

Já mér er fúlasta alvara, það er ekkert fyndið við að sjá dautt eða örkumlað fólk vegna fíflaskapar í umferð, þeirra eða annara.

Herða ökuleyfissviptingar… ekki endilega sem refsingu heldur sem einfaldlega bestu aðferðina til að halda fávitunum af götunum og andskotinn hafi vælið í þeim um mannréttindi að hafa ökuskírteini, um leið og þú sýnir að þú ert ekki fær um að vera vakandi í umferðinni ertu ekki hæfur að vera undir stýri.

Comments are closed.