Ætli maður taki ekki örfáa klukkutíma í jólafríinu til hliðar og uppfæri dagbókarkerfin. Það er neitun í setningunni og samt þýðir hún að ég muni taka frá tíma? Eitthvað flókið spurningardæmi… ætli?
Tölvuleikir
Er hægt að lögsækja einhvern fyrir það sem gerist í tölvuleik? Það er ein þeirra spurninga sem reynt verður að svara á ráðstefnu í New York. Margir leggja gífurlegan tíma og mikla vinnu í að skapa sinn eigin heim í ýmsum netleikjum og í mörgum þeirra er hægt að missa allt á augnabliki, vegna svika eða annars. Það leggst auðvitað þungt á marga sem hafa lagt þetta mikið á sig, mér finnst þetta svo sem alveg sambærilegt við þá sem skrifa ritverk sem hverfa svo. Spurningin er hins vegar sú hvort þú getir farið í mál við þá sem ollu þér tjóninu?
Skóli
Síðastu skilin voru í morgun, við héldum fyrirlestur og ég kom vel út úr þessu þrátt fyrir lítinn svefn. Síðasti skóladagurinn á morgun, svo eru það próf í næstu og þarnæstu viku og strax á eftir þeim er það 3 vikna hörpunámskeið… hörpu sökum árstíðar, ég er ekki að fara út í músíkina.
Einkalíf
Keypti hræódýran DVD-spilara í dag, Samsung er ekki búið að bíta úr nálinni með bilaða ofurspilarann okkar en þangað til verður 7 þúsund króna spilarinn að duga.