Góðir dagar með Rauðhatti

Já, þá er ég bara ekkert búinn að keyra upp Windows á vélinni minni í allan dag!

Ég nota iðulega Mozilla fyrir vefráp og tölvupóst og það er að sjálfsögðu til á Linux. Ég hef verið að nota OpenOffice (nota reyndar svona skrifstofubúnað nánast ekki neitt) og það er auðvitað líka til á Linux.

Svo sótti ég mér stuðning fyrir NTFS-skráakerfi og mp3-hljóðskrár og get því skoðað innihaldið á Windows-drifunum og spilað alla tónlistina sem ég á tölvutæka, sakna reyndar iTunes aðeins!

Er svo í sambandi við alla sem eru á MSN í gegnum Psi spjallforritið sem er með Messenger stuðningi meðal annars.

Þetta er líklega 3ja tilraun mín til að nota Linux sem vinnuumhverfi og í hvert sinn kemst ég lengra en áður. Slatti af forritum sem ég á og nota á Windows reyndar þannig að maður er ekki alveg sloppinn en þetta er samt verulega sætt.

Comments are closed.