Nú flokkað!

Hmmm… pæling að fara að koma upp flokkunarkerfi á dagbókarskrifunum.

Tölvumál

Enn ein Linux útgáfan og hún virðist vera með gífurlegan stuðning á bak við sig. Góðar fréttir þar sem Rauðhöttar eru að færa sig af almennum markaði yfir í fyrirtæki.

Það eru víst nokkur ár í það að við gleraugnafólkið getum fengið okkur minnisgleraugu en þau virðast vera sniðug.

Pólitík

Einn ríkasti maður heims, George Soros, heldur áfram að leggja pening í það að koma Bush frá völdum. Hann segir aðferðir og bullið sem viðgengst hjá Hvíta Húsinu minna sig verulega á nasistana sem hann flúði á sínum tíma.

Gamanmál

Nokkrir hafa bent á fyndna frétt The Onion um mömmuna sem fann blogg sonar síns. The Onion er í svipuðum dúr og Baggalútur. Held reyndar að Baggalútsmenn hafi sótt eitthvað til The Watley Review. Aðrir álíka vefir eru til dæmis Glossy News og Broken Newz. Hægt að finna lista yfir fleiri álíka vefi hér.

Íþróttir

Í tilefni þess að heiðra á “Sir” Charles Barkley hefur NBA komið upp síðu um kappann og tíma hans hjá Phoenix Suns. Þetta voru góðir tímar þó að tapið fyrir Chicago í leik 6 hafi lagst þungt á mig.

Daglegt líf

Það er alltaf til nóg af fólki sem reynir að gera lítið úr öðrum og það nýjasta í Ameríkunni er að háskólastúdentar alhæfa um hina með því að skoða hvaða lög þeir hafa í iTunes hjá sér. Það er nefnilega hægt að deila safninu sínu með öðrum (sem geta þá hlustað á þína tónlist) og tískukapphlaup um tónlistarsmekk virðist hafa hafist. Æðislegt.

Einkalíf

Pabbi kom í kvöld með sófa sem Guðbjörg var að losa sig við, okkur tókst að drasla þessu flykki upp stigana með ýmsum fettum og brettum. Þegar hann var svo kominn á sinn stað stækkaði stofan okkar til muna!

Comments are closed.