Jessica Lynch

Loks er maður kominn í málstofur í háskólanáminu þar sem gert er meira af því að finna heimildir og lesa þær en að kjagast í gegnum sama textann ár eftir ár. Þessi hluti annarinnar hefur verið ánægjulegur. Bóklegu fögin eru “same old”, eitthvað sem þarf að klára.

Við gagnaöflun rekst maður oft á ritgerðir sem eru á .ps formi (PostScript). Þá er nú flott fyrir okkur sem erum aðallega á Windows að fá ókeypis skoðara eins og ROPS til að geta lesið þær. Stóri bróðir þess er svo GhostScript en ég hef aðrar hugmyndir fyrir það… tengdar lógóum.

FCM Bacau var um tíma undir verndarvæng WFO þar sem við vorum að reyna að koma þeim í gang á netinu. Þeir eru nú í fréttunum fyrir að hafa verið orðnir of fáir inn á vellinum til að geta lokið leiknum af. 3 reknir út af, 2 meiddir, 6 manns gegn 11 er mjög tæpt og reyndar ólöglegt samkvæmt knattspyrnulögunum.

Jessica Lynch greyið reynir að gera sem minnst úr því sem kom fyrir hana í Írak. Pentagon hins vegar sá þarna alveg brilljant tækifæri til að koma með áróður og gerði hana að hetju og nú er búið að búa til sjónvarpsmynd um hana sem er víst slatti langt frá sannleikanum en alveg samkvæmt því sem Pentagon laug um hana.

Held ég skrifi bara Dabba og Dóra og spyrji þá hvaða sannanir Pentagon hafi sýnt þeim til að tryggja stuðning okkar, það er greinilega engu trúandi að vestan síðan að Rumsfeld dúkkaði aftur upp.

Jú sko, búinn að senda þeim afar kurteist bréf þess efnis. Áhugavert að vita hvort þeir lesi sjálfir póstinn sinn?

Comments are closed.