Mogginn í dag fræddi okkur um það að hernaðaraðgerðir Ísraela væru þær mestu í 20 ár, eða síðan að þeir háðu síðast stríð. Það eru farin að heyrast mjáróma píp frá ýmsum aðilum um að þetta sé kannski orðið svolítið gróft, en ennþá sé ég engar aðgerðir gegn vitfirrtri stjórn Ísraelsríkis. Allir horfa á Bandaríkin og bíða eftir tákni þaðan. Aumingjar allir saman.
Eitt sem að alltaf má treysta á þegar að heimurinn er í skít upp fyrir haus, það er tónlistin í safninu mínu. Í dag er það Ajax (gömul tækniklassík) sem að hefur róað huga minn á meðan að ég smíða fyrirspurnir og töflur í Access (tenging við Oracle gengur illa í skólanum) og kóða í VBScript fyrir þetta blessaða 25% verkefni.
Áhugavert: