Uncategorized

Eins og óð fluga

Þessi S-árátta undanfarinna færsla var farin að valda mér smá áhyggjum, ég hef því dregið úr vægi þessa stafs í fyrirsögn dagsins í dag.

Umræðukerfið phpBB er snilldargræja. Ókeypis, með fáránlega auðveldri uppsetningu og mjög flottu útliti sem kemur með. Auðvitað hægt að stilla þetta svo hægri og vinstri. Ólíkt öðrum umræðukerfum er það svo skrifað með öryggið á oddinum. Ég ætla að íslenska þetta (til á allnokkrum tungumálum) þannig að það nýtist betur fyrir mig og aðra.

Þessa dagana er maður eins og óð fluga, skilaverkefni í skólanum, 100% vinna, undirbúningur að smá móti á morgun og fjöldinn allur af alls konar ekki-skóla-og-ekki-vinnu-verkefnum sem eru mislangt komin. Hvaða gen ætli Íslendinga vanti sem að fengi þá til þess að einbeita sér að fáum hlutum í einu?

Áhugavert:

  • ‘White Fox’ gives a Bear
  • Gun-Toting Musician Forces DJ to Play His Album
  • Man Slices Off Four Body Parts
  • Man Dies After 25 Years in a Bus Shelter
  • A Pizza Strike??
  • The strangest domain-name squabble ever
  • Uncategorized

    Skóli

    Áhugavert þetta s-þema sem er í gangi hjá mér þessa dagana, allar færslurnar byrja á þessum fróma staf.

    Geggjað að gera í skólanum, tvö skilaverkefni sem á að skila í næstu viku, og annað var sett fyrir í gær! Þokkalega stórt verkefni í Java. Held að HR leggi talsverða áherslu á það að dúndra nógu mörgum verkefnum á nemendur svona til að þeir haldi sér við námið.

    Sé að Sigurrós hefur ekkert minnst á það að hún er nú orðin aðstoðarmaður prófessors. Smá vasapeningar og fínt á starfsferilsskrána. Ég á duglega og klára konu.

    Áhugavert:

  • Sexy Pin-Ups Model Coffins for Funeral Home
  • Cadaver Takes Unexpected Detour
  • Latur forseti
  • Bald Corpse Mistaken for Mop-Haired Uncle
  • All Aboard! Except for Driver of Runaway Train
  • Better Late Than Never
  • Mobster in Solitary Confinement to Become a Father
  • Californians Get Pot in Medical Marijuana Protest
  • Uncategorized

    Siesta

    Ég held að ónógur hádegismatur sé ástæðan fyrir því hversu illa mér gengur oft að vera sprækur þegar heim er komið eftir vinnu. Iðulega samanstendur hann af einni skyrdollu og vatnsglasi. Maturinn sem boðið er uppá í mötuneytinu er iðulega einhvers konar létt salat og viðlíka rusl. Í þau skipti sem eitthvað ættað frá dýraríkinu er á matseðlinum er það oft einhvers konar framreitt kjötfars (sem ég snerti ekki.. sérstaklega ekki ljósrautt) eða skósólar. Einstaka sinnum er eitthvað ætilegt en ekki er það oft.

    Íslendingar hafa endaskipti á þessu, hádegismaturinn á að vera talsverð máltíð, stærst af þessum 5-6 sem maður ætti (en nær ekki) að borða yfir daginn. Á kvöldin á aftur að móti að fá sér aðeins léttari mat. Hérna vantar klukkutíma (eða tvo) frí í hádeginu þar sem ALLIR fara (sumir heim) og fá sér alvöru mat áður en þeir snúa aftur í vinnu, skóla eða hvað annað. Held að heilsufarið myndi batna, getum haft þetta svona okkar útgáfu af siestu.

    Áhugavert:

  • Man Divorces Quarrelsome Wife for Mute Woman
  • ‘Mile High Club’ Forces Airplane Refit
  • Transit Cops Turn to Music to Fight Crime
  • Big trouble in the world of “Big Physics”
  • Uncategorized

    Signs

    Fórum á Signs í kvöld. Þriðja myndin frá Shyamalan, allar stórsniðugar og með handbragði meistara. Ekkert Hollywood-rusl með sprengingum og álíka rugli.

    Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Englendinga í kvöld. Sá síðustu 15 mínúturnar í sjónvarpinu, þessi taktík sem Íslendingar vilja beita þegar þeir eru marki yfir virkar aldrei. 3 leikmenn settir í sókn og hinum skipað að halda sig fyrir aftan miðju… hvernig í ósköpunum á það að verða til þess að halda fengnum hlut? Stelpurnar spiluðu sæmilega, þokkaleg úrslit og jöfnunarmark Englendinganna frekar svekkjandi. Að leggjast í vörn þýðir aðeins eitt, hitt liðið fær mun fleiri tækifæri á þínum vallarhelmingi og þá ertu að treysta á lukkuna sem er fallvölt. Væri gaman að renna yfir leiki íslenskra landsliða og punkta niður hvernig gengur þegar að pakkað er í vörn.

    Auglýsingin í sunnudagsmogganum var annars mjög fín, stelpurnar allar á varðskipi klæddar sem varðliðar. Þetta auglýsingaátak fyrir kvennalandsleiki vekur verðskuldaða athygli og er gott mál.

    Uncategorized

    Stúss

    Slöpp helgi í boltanum, Lyon og Lazio töpuðu bæði á meðan að Sheffield Wednesday skrapaði jafntefli.

    Áfram er stússað í heimilinu, eftir fúgulögnina er nú komið trukk í að gera baðherbergið sómasamlegt og í dag límdum við ógegnsætt plast í gluggana. Pappaspjaldið sem að hefur skýlt okkur frá nágrönnunum er nú orðið óþarft loksins.

    Áhugavert:

  • Guys with small Penises
  • Uncategorized

    Smáframkvæmdir

    Þar sem framkvæmdir standa yfir í baðherberginu ákváðum við að fara í Laugardalslaugina til að fara í sturtu, fórum ekki einu sinni í sund heldur bara undir sturtu. Ætli það séu einhverjir sem þurfa að stunda þetta að staðaldri?

    Pabbi kom og hélt áfram að fúgubera, nú þarf bara að strjúka yfir allt á morgun og þrífa.

    Tengdó kom svo ásamt Guðbjörgu, Karlottu og Oddi. Gluggatjöld nú komin upp í vinnuherberginu, þetta hefst allt með hægðinni hjá okkur.

    Uncategorized

    Húllumhæ

    Þessa viku er búin að vera þemavika í vinnunni. Þemað núna var “suðrænt”, miklar skreytingar hafa verið settar upp í nær öllum deildum (ein skarar framúr sem afspyrnuléleg).

    Í kvöld var svo slúttið og verðlaunaafhending. Eftir mat, bjór og hvítvín í vinnunni var haldið á Vídalín. Fyrsta sinn sem ég kem þar inn, held ég hafi aldrei farið á Fógetann sáluga. Þar áttum við efri hæðina. Ekki skil ég af hverju reynt er að yfirgnæfa fólk sem að skemmtir sér vel í samræðum sín á milli með því að básúna einhvern andskota úr hátölurum sem gera það eitt að láta alla hækka róminn þannig að í þeim heyrist.

    Ekki fengum við aðalverðlaunin í ár, en Dóri fékk einstaklingsverðlaunin þannig að við fengum eitthvað. Sjálfur lagði ég ekkert til málanna, var allra manna duglegastur um jólin þegar við töpuðum með naumindum. Skólinn skrifar þar verulega inn í.

    Áhugavert:

  • The Bandwidth Capital of the World
  • City Officials to Hand Out Marijuana
  • Son of Joy of Sex Guru Takes over Family Business
  • Skorið úr deilu fegurðardrottninga í Norður-Karólínu
  • Uncategorized

    Heimilisbæting

    Pabbi kom í kvöld og fór fyrri umferðina yfir baðherbergið með fúgu, sturtan fer ekki upp fyrr en búið er að fylla í þar sem að brotnað hefur upp úr.

    Skilaði í dag fyrsta Java-skilaverkefninu, fínt að vera búinn með það en næsta bíður fyrir handan hornið. Í gær skiluðum við skýrslu í “Hönnun hugbúnaðar”, og í gærkveldi var næsta verkefni þegar komið í pósti, önnur skýrsla nú í startholunum.

    Póstaði mínum fyrsta þræði á Star Wars:Galaxies korki, þessi leikur hljómar spennandi en spurningin er hvort maður geti plummað sig án þess að vera í klíku.

    Áhugavert:

  • Foreigners Ache for U.S., but Also Take Issue With It
  • One year on: A view from the Middle East
  • Greek court throws out gaming ban case
  • Uncategorized

    Hryðjuverkamenn allra landa

    Í dag er ár síðan að fjórum flugvélum var rænt í Bandaríkjunum og allir vita framhaldið. Heildartala látinna hefur sífellt lækkað, úr tugþúsundum og núna í rétt 3 þúsund við síðustu talningu.

    Litli bróðir gróf upp Flash-skrá sem að minnist atburðanna. Myndirnar sem eru birtar þarna kannast maður sumar við og aðrar ekki, en við að sjá þjáningar fólks fær maður kökk í hálsinn. Ein spurning fer að koma upp einhver staðar um miðju… “why?”. Í lokin birtist svo ástæðan getum við sagt, þar er byrjað að spýja út þessu hefðbundna tali, allra verði hefnt með blóði og Ameríka og frelsið sjálft krefjist hefndar.

    Sem Íslendingur held ég að ég hafi efni á að setja mig á pínulítinn hest, og hrista hausinn yfir þessu. Ef maður spýr eitri þá mun maður fá bolla af því til baka, eins og sagt er í enskunni “what goes around comes around”. Bandaríkjamenn hafa verið allra þjóða duglegastir við að spýja eitri, um tíma öttu þeir kappi við Sovétríkin í þessu en síðan þá eru þeir ókrýndir meistarar hörmunga.

    Ég finn til með fórnarlömbunum í fyrra, en skil ástæðurnar.

    Hvar eru minningarathafnirnar um fórnarlömb valdaránanna sem að Bandaríkin hafa staðið fyrir? Bandaríkin munu verða sett í sagnfræðilegt samhengi með hryðjuverkaþjóðum, vandfundin sú þjóð sem að hefur skipt sér meira af heimsmálunum og oftast til hins verra.

    Árásin á Írak sem að nú er plönuð á að koma frá harðstjóra og koma á fót lýðræði. Valdaránið í Síle sem að CIA kom á fót kom harðstjóra til valda og kom í veg fyrir lýðræðið, Bandaríkjamönnum fundust Sílebúar hafa kosið vondan forseta. Aðgerðir Bandaríkjanna eru alltaf með eitt markmið, að koma sínum bandamönnum fyrir og losa sig við þá sem ekki eru með þeim. Bush yngri sagði það reyndar sem “either you are with us or against us” og talaði þá við heimsbyggðina alla.

    Orðunum lýðræði og frelsi er hent inn þegar að það hentar, annars er þeim sleppt enda á skjön við raunverulegan tilgang þeirrar aðgerðar.

    Það er ekki hægt að verja hryðjuverkin 11. september í Bandaríkjunum, alveg eins og það er ekki hægt að verja afskipti Bandaríkjanna af sjálfstæðum þjóðum. Listinn er langur yfir þá sem að bandarískir ríkishryðjuverkamenn (sem heitir víst hermaður og leyniþjónustumaður) hafa drepið, mun lengri en sá sem að varð til í New York og Pentagon í fyrra. Þá eru ótalin stríðin sem að Bandaríkjamenn hafa komið á fót til að líða sjálfum betur.

    Heimurinn er á góðri leið í myrkar miðaldir (eins og ég nefni af og til), á Íslandi hefur málfrelsi og tjáningarfrelsi verið skert þegar það hentaði ríkisstjórninni, í Bandaríkjunum má nú handtaka hvern sem er án dómsúrskurðar og nú má víst hlera hvað sem er. Einkalíf og frelsi eru ekki lengur ríkisvörð réttindi í landi hinna frjálsu.

    Ég græt öll fórnarlömb, skrifstofufólk í New York og Pentagon, brúðkaupsgesti í Afganistan, öldungaráð í Afganistan, börn í Palestínu, unglinga í Ísrael, stjórnmálamenn í Síle, munka í Tíbet, bændur í Víetnam, lögreglumenn í Granada, farþega í flugvélum og áfram mætti telja fórnarlömb hryðjuverka, framin af öfgatrúarmönnum, Bandaríkjamönnum, Frökkum, Kínverjum, Ísraelum, Bretum, Sovétmönnum og fleirum.

    Það er enginn skortur á fávitum sem vilja drepa, gállinn er sá að margir þeirra eru við stjórnvöl voldugustu ríkja heims.

    Uncategorized

    Aeron aftur

    Fribba leit við í vinnunni með Þórnýju litlu, mánaðargömul krílið og gerði fátt nema sofa og losa sig við umframnæringu. Þó nokkrir spurðu mig hvort ég væri ekki með eitt á leiðinni. Svo er ekki.

    Sumir fengu Aeron-stólana frábæru á góðu verði í dag, 1 árs gamla og notaða reyndar en í ábyrgð næstu 11 árin og algjör kjarakaup. Ég var ekki meðal þessara sumra, en spurningin er sú hvort að maður eigi að skoða það að fá eitthvað af fólki í lið með sér og panta beint að utan og fá hópafslátt fyrir vikið? Mig dauðlangar í Aeron-stól en hef ekki alveg efni á að borga 99 þúsund krónur fyrir stykkið út úr búð hérna heima. Áhugasamir sendi mér póst, netfangið er myndað úr veffanginu.

    Í kvöld dó Nagportal ásamt þó nokkrum fjölda einstaklingsvefja, SCSI-diskur sem að gerði Agli og félögum vondan grikk. Gunni var einmitt að missa heimavélina sína í djúpt dá, vonandi kemur þessi vá ekki yfir mig, búinn að fá minn skammt í ár held ég.

    Áhugavert:

  • Land hinna ófrjálsu
  • Mozilla rising