Signs

Fórum á Signs í kvöld. Þriðja myndin frá Shyamalan, allar stórsniðugar og með handbragði meistara. Ekkert Hollywood-rusl með sprengingum og álíka rugli.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Englendinga í kvöld. Sá síðustu 15 mínúturnar í sjónvarpinu, þessi taktík sem Íslendingar vilja beita þegar þeir eru marki yfir virkar aldrei. 3 leikmenn settir í sókn og hinum skipað að halda sig fyrir aftan miðju… hvernig í ósköpunum á það að verða til þess að halda fengnum hlut? Stelpurnar spiluðu sæmilega, þokkaleg úrslit og jöfnunarmark Englendinganna frekar svekkjandi. Að leggjast í vörn þýðir aðeins eitt, hitt liðið fær mun fleiri tækifæri á þínum vallarhelmingi og þá ertu að treysta á lukkuna sem er fallvölt. Væri gaman að renna yfir leiki íslenskra landsliða og punkta niður hvernig gengur þegar að pakkað er í vörn.

Auglýsingin í sunnudagsmogganum var annars mjög fín, stelpurnar allar á varðskipi klæddar sem varðliðar. Þetta auglýsingaátak fyrir kvennalandsleiki vekur verðskuldaða athygli og er gott mál.

Comments are closed.