Húllumhæ

Þessa viku er búin að vera þemavika í vinnunni. Þemað núna var “suðrænt”, miklar skreytingar hafa verið settar upp í nær öllum deildum (ein skarar framúr sem afspyrnuléleg).

Í kvöld var svo slúttið og verðlaunaafhending. Eftir mat, bjór og hvítvín í vinnunni var haldið á Vídalín. Fyrsta sinn sem ég kem þar inn, held ég hafi aldrei farið á Fógetann sáluga. Þar áttum við efri hæðina. Ekki skil ég af hverju reynt er að yfirgnæfa fólk sem að skemmtir sér vel í samræðum sín á milli með því að básúna einhvern andskota úr hátölurum sem gera það eitt að láta alla hækka róminn þannig að í þeim heyrist.

Ekki fengum við aðalverðlaunin í ár, en Dóri fékk einstaklingsverðlaunin þannig að við fengum eitthvað. Sjálfur lagði ég ekkert til málanna, var allra manna duglegastur um jólin þegar við töpuðum með naumindum. Skólinn skrifar þar verulega inn í.

Áhugavert:

  • The Bandwidth Capital of the World
  • City Officials to Hand Out Marijuana
  • Son of Joy of Sex Guru Takes over Family Business
  • Skorið úr deilu fegurðardrottninga í Norður-Karólínu
  • Comments are closed.