Eins og óð fluga

Þessi S-árátta undanfarinna færsla var farin að valda mér smá áhyggjum, ég hef því dregið úr vægi þessa stafs í fyrirsögn dagsins í dag.

Umræðukerfið phpBB er snilldargræja. Ókeypis, með fáránlega auðveldri uppsetningu og mjög flottu útliti sem kemur með. Auðvitað hægt að stilla þetta svo hægri og vinstri. Ólíkt öðrum umræðukerfum er það svo skrifað með öryggið á oddinum. Ég ætla að íslenska þetta (til á allnokkrum tungumálum) þannig að það nýtist betur fyrir mig og aðra.

Þessa dagana er maður eins og óð fluga, skilaverkefni í skólanum, 100% vinna, undirbúningur að smá móti á morgun og fjöldinn allur af alls konar ekki-skóla-og-ekki-vinnu-verkefnum sem eru mislangt komin. Hvaða gen ætli Íslendinga vanti sem að fengi þá til þess að einbeita sér að fáum hlutum í einu?

Áhugavert:

  • ‘White Fox’ gives a Bear
  • Gun-Toting Musician Forces DJ to Play His Album
  • Man Slices Off Four Body Parts
  • Man Dies After 25 Years in a Bus Shelter
  • A Pizza Strike??
  • The strangest domain-name squabble ever
  • Comments are closed.