Þriðjudagur

Gaman að sjá að Hrafnkell er í Discovery Channel stuði, sjá þessa færslu hans um gullfiskana og myndbandið af þeim. Næsta stopp Discovery Channel eða Animal Planet?

Á meðan að eitthvað gáfulegt er reyndar að koma frá Alþingi, sjá þetta frumvarp sem að gerir eitthvað í því að aflétta ofurvaldi tryggingafélaganna, þá hefur snjöllum sprengjum (smart bombs) Bandaríkjamanna tekist að granda starfsmönnum SÞ, við munum auðvitað að Íslendingar standa víst heilshugar á bakvið þessar aðgerðir (formenn stjórnarflokkanna reyndar, skoðanakannanir sýna að almenningur er á öndverðu máli) og að þessum aðgerðum er eingöngu beint gegn hernaðarlegum skotmörkum.

Undir hernaðarleg skotmörk falla að sjálfsögðu þær stofnanir sem eru að reyna að uppræta jarðsprengjur. Bandaríkjamenn eru einmitt hörðustu andstæðingar banns á jarðsprengjur sem til eru, enda myndu einhverjir tuga starfa tapast í Bandaríkjunum ef að framleiðslu þeirra yrði hætt þar.

Er risinn í vestri ekki góður kall?

Fékk sent skjátákn, líklegast vitlaust númer. Þetta vakti athygli mína á því að loksins núna get ég tekið við skjátáknum, hef reynt það oft af vit.is (grr.. við þurftum að skrá vit.tf vegna þess að Síminn er búinn að skrá heilan helling af lénum fyrir vörurnar sínar) en aldrei komið neitt annað en SMS með fáránlegum táknum. Reyndi núna og tókst að láta það virka, teiknaði mitt eigið og er nú með Half-Life nafnið mitt (gamla góða) á símanum mínum. Hins vegar virka hringitónar ekki, fæ bara SMS með villuskilaboðum þegar ég reyni að hlaða inn hringitóni.

Comments are closed.