Áfram Bora!

Fór í morgun í World Class, tek þetta rólega til að byrja með, smá labb og hlaup.

Kvöldið notað til að gera UML-skemu í ProxyDesigner, sem að er ókeypis skemaforrit, og bara mjög fínt fyrir mínar þarfir. Mæli hiklaust með því.

Rétt leit við hjá pabba sem að var að koma úr axlaraðgerð og verður heima næstu vikurnar, nú er bara að kenna honum aðeins á tölvuna, hann getur notað hægri hendina til að pikka inn.

CNN er alltaf að ávinna meiri og meiri “aðdáun” hjá mér, þeir eru svo einhliða í allri sinni fréttamennsku, og svo eru þeir með landafræðina á hreinu, eða þannig.

Bora Milutinovic hefur núna sett einstakt met, Kína er fimmta landið sem hann nær að koma á HM, fimm HM í röð með sitthvert landið. Maðurinn er snillingur, ég hitti hann á HM98 í Metro-inu, spjallaði stuttlega við hann og lét að sjálfsögðu taka mynd af mér með honum (eina skiptið sem að ég hef látið taka svona “ég-og-einhver-þekktur” mynd af mér).

Comments are closed.