Skóli, örbylgjur, fiskar og Unicode

Margt gert í dag, fór í fyrsta tíma annarinnar í morgun. Það verður svo mikið að gera hjá mér á þessari önn vegna skóla (lokaverkefni plús bókleg fög), vinnu, ýmissa persónulegra verkefna og svo verður konan að fá eitthvað líka, að ég verð að vera afskaplega agaður og skipulagður í öllu því sem ég geri.

Fórum í dag og fengum okkur nýjan örbylgjuofn, okkar lést sviplega en þar sem hann var saddur lífdaga (15 ára eða svo) þá tókum við því með jafnaðargeði. Tæpar 8.000 krónur fyrir eitt stykki í Heimilistækjum er nokkuð vel sloppið! Af þessu tilefni var gamla tölvuborðið mitt dubbað upp og gert að vinnuborði í eldhúsinu og bætir aðstöðuna verulega.

Sigurrós finnst fiskabúr mjög skemmtileg en sökum vesens við þrifnað hefur slíkt ekki verið keypt á heimilið hjá okkur, held að við reynum ekki heldur að hafa fisk í baðkerinu hjá okkur… örugglega svipað vesen við þrifin!

Af tæknimálum er það að frétta að loksins loksins tókst mér að koma PostgreSQL (gagnagrunnur) og phpPgAdmin á lappirnar á vefþjóninum. Gerði smá Unicode tilraunir og það blessaðist allt. Framtíðin alltaf að verða betri og betri fyrir magnaðasta gagnagrunnsverkefni heims!

Góðar fréttir frá Noregi, Bjarni skrifar meira um þessi tíðindi.

Smellti færslu gærdagsins á Huga til að fá viðbrögð þar.

Sumir bloggarar pota sér á fleiri staði en aðrir.

Comments are closed.