Stíllinn dettur niður

Fátt markvert í dag. Fór með Elínu á American Style. Alls ekki nógu góður hamborgarinn sem ég fékk og Elín var ekki ánægð með sinn heldur, kaldir hamborgarar og að auki óspennandi á bragðið. American Style er nú kominn í svarta kladdann ásamt Aktu Taktu sem að hafa ekki afgreitt mannsæmandi hamborgara undanfarin ár.

Lögreglumenn á Ítalíu hafa viðurkennt sekt sína, þeir fölsuðu sönnunargögn til að fá afsökun til að ráðast á hóp mótmælenda. Hérna heima virðist sem að lögreglan þurfi ekki einu sinni að grípa til þeirra ráða, hún þarf enga afsökun fyrir neinu sem hún gerir, svo sýnist manni eftir atburði ársins 2002.

Mig minnir að það hafi verið skrifað um svipað húllumhæ þegar fyrsti rúllustiginn kom til Íslands, í Kjörgarð á sínum tíma.

Það eru enn allmargir jarðarbúar sem hafa ekki enn séð rúllustiga og stór hluti þeirra mun aldrei sjá þá, mikil er misskiptingin og rúllustigar langt frá því að vera lífsnauðsynjar.

Comments are closed.