Engin jól hér!

Árið er víst að enda, maður er ekki fyrr orðinn vanur því að skrifa 2002 þegar maður skrifar dagsetningar en maður þarf að fara að muna að það er komið 2003. Nú má búast við holskeflu af greinum þar sem farið er lauslega yfir liðið ár í ýmsum flokkum. Sæmilega samantekt um Internetið má lesa hjá Salon.

Á öðru vefriti sem nefnist Deiglan er að finna óborganlega greinahöfunda, aðalsprautan á bakvið Deigluna skrifar í dag um áhrifalausu mussukellinguna hana Ingibjörgu Sólrúnu sem að á víst upphefð sína að þakka Framsóknarflokknum. Þess má geta að flestir pennar Deiglunnar eru gallharðir sjálfstæðismenn en vefritið auglýsir sig þó sem óháð þó fæstir pennanna séu það. Þessi grein kom fram brosviprum hjá mér, líklega ekki af sömu ástæðu og höfundur greinar ætlaðist til.

Repúblikanar eru líklega að velja Bill Frist sem nýja þingflokksformanninn, hann er þekktur hjartaskurðlæknir og talinn frekar hófsamur. Mesta snilldin finnst mér þó vera sú að 1970 fékk Bill Frist verðlaunin “William Martin Award for best all around boy in the school” í skólanum sínum í Nashville, Tennessee. Hver vill ekki vera “best all around boy”!

Áhugavert:

  • Erfitt að vera fótboltastjarna
  • Blogs Make the Headlines
  • Internet villain nominees revealed
  • US government database spy site fading away
  • Power Puff Goth Girls
  • Comments are closed.