Tilbúin

Fyrir jólin! Jólahreingerning fór fram í dag og allt er nú spikk og span hjá okkur (eins og sumir segja).

Sá einhvern tala um hvað allir væru væmnir og svona um jólin og hvað allir væru voða vingjarnlegir (sjá frétt gærdagsins um saksóknarana í Texas!). Þetta nær þó að sjálfsögðu ekki til bandarískra stjórnvalda sem að hafa murkað lífið úr saklausum borgurum og óbreyttum hermönnum undanfarna mánuði. Þessar fréttir birtast þó ekki í almennum fjölmiðlum, að minnsta kosti ekki hér á landi.

Hvernig ætlast menn til þess að Írakar fagni Bandaríkjamönnum þegar að þeim er ekki óhætt að ganga um eigin götur?

Bragarbót hefur verið gerð á textastærð á þessum smávef mínum, letur verið stækkað og notendur Internet Explorer geta sjálfir ráðið leturstærðinni núna (Internet Explorer er tregur mjög og það þarf að strjúka honum blíðlega til að hann geri eins og hann ætti að gera).

Comments are closed.