Stöðnun og afturfarir

Las í gærkveldi bókina Virtual Light eftir William Gibson. Framtíðarpæling nokkur ár fram í tímann þar sem heimurinn hefur leyst upp í hundruð smáríkja, Ítalía og Kanada til dæmis ekki lengur til sem heild. Stíllinn er frekar tyrfinn, mér finnst þetta ekki mjög skemmtilegur stíll en þrælaðist þó í gegnum hann. Sagan er áhugaverð en eftir talsverða uppbyggingu smellur allt of vel saman og of auðveldlega, eins og Gibson hafi ekki nennt að skrifa meira og bara ákveðið að slútta þessu. Mæli ekkert sérstaklega með þessu sem lesningu nema í neyð.

Ég og Geir virðumst vera jafn hrifnir af því fólki sem nú situr á Alþingi. Líklega er ágætis fólk þarna inn á milli en það er þá ekki að láta mikið í sér heyra. Spurningin er hvort að stofnun nýs stjórnmálaafls sé fýsileg? Hef lengi rætt þetta við aðra en málið er að svona nokkuð krefst kjarna fólks sem að er skynsamt og vill vinna. Þó að maður sé sammála einhverjum hópi fólks um mörg atriði þá eru einhver málefni sem að ágreiningur er um og þá þarf skynsemi til að meta hvað gera skal. Þá er auðvelt að detta í foraðið sem er japl, jaml og fuður með málefni og hrókeringar hægri vinstri. Þannig lagað þarf að viðhafa, en þetta er líka það sem geldir hreyfingar.

Flókið mál en umhugsunarvert, það væri hræðilegt að þurfa að skila auðu í kosningunum af því að ekkert sem í boði væri ætti atkvæðið skilið.

Ef að við spornum ekki við óheillaþróuninni þá erum við á sömu leið og heimurinn, aftur í miðaldir þar sem allt var alþýðu bannað og allir aðrir en “við” hataðir.

Áhugavert:

  • Örgjörvi úr hænufjöðrum
  • Comments are closed.